Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 41
45
8. Kotmúli, Fljótshlíðarhr.: Klébergssteinn, grængrár, í lögun helzt sem
uppmjókkandi þrístrendingur, óreglulegur, stýfður ofan, 215 á hæð,
en mest 222 í þvm. Ein hliðin er eggslétt, nema hvað vottar (fyrir
sagarförum. Sömu áferð hefur toppflöturinn, en þar eru sagarförin
greinilegri. Við eitt horn steinsins sézt, að lítið stykki hefur verið
sagað úr, en að öðru leyti er yfirborðið hrjúft og ber ekki merki
mannshandar. Fannst 1,5, m í jörðu. Kom 13. 8. ’37 (7. mynd).
9. Sámsstaðir, Fljótshlíðarhr.: Kola, í lögun sem grunn skál, 41 á hæð,
skálin 20 á dýpt. Kolan er lítið eitt sporöskjulöguð, 156 í þvm., með
tveimur útskotum eða eyrum, sem standast á, og er 168 yfir um
útskotin. Gegnum hvort útskot eru boruð tvö göt, og er járnkengur
annars vegar, og svo hefur einnig verið hinum megin, en er dottinn
úr nú. í þessa kengi hefur verið fest bandi til að hengja koluna upp.
Brotið er úr barmi á einum stað, Þjms. 5375 (5. mynd).
10. Litli-Oddi, fornt bæjarstæði norðan við læk milli Selalækjar og Varma-
dals, Rangárvallahr., sbr. Árbók 1898, bls. 18: Grýtubrot ljósgrátt,
eitlótt, 40—50x23, hvelft og virðist vera úr stórri grýtu. Kom 16.
7. ’36.
11. Kóngshóll, bæjarstæði þar sem var Austasta-Reyðarvatn, Rangár-
vallahr., sbr. Árbók 1898, bls. 18—19: Snældusnúður óheill, brotið
úr brúnunum og flagnað neðan af, 55 í þvm., gat til hliðar við hala-
augað, líklega til að festa í þráðinn. Þjms. 6014. Snældusnúðsbrot
eitlótt; snúðurinn hefur verið 65x28. Þjms. 7510. Snældusnúður,
dálítið holóttur, 33 x 17; út frá auganu er á einum stað skora til að
reka tappa í og festa snúðinn á halanum. Þjms. 11263. Snældusnúðs-
brot, eitlótt; snúðurinn hefur verið um 42 í þvm. Kom 1. 3. ’34.
12. Bæjarrústir, þar sem heita Miðbotnar, milli gömlu bæjarstæðanna á
Stóra- og Litla-Reyðarvatni, Rangárvallahr.: Koluskaft ljósgrátt, 85
að 1., 36 að br. hefur verið ávalt, en er nú flatt að neðan, og mujn
klofnað af því þar. Þjms. 8846. Snældusnúður hálfur, ljósgrár, 42
Xl6. Snældusnúður (eða árenna), eitlóttur, ekki vel kringlóttur, með
ávölum brúnum bæði að ofan og neðan, skorur innan í gatinu (eftir
þráð?), 36x17. Grýtubrot hvelft, 40—65x17. Síðast taldir 3 hlutir
komu 22. 9. ’38.
13. Keldnakot, bæjarstæði skammt vestur frá Keldum, Rangárvallahr.,
sbr. Ái’bók 1898, bls. 19. Grýtubrot blágrátt, hvelft. Þjms. 7509.
14. Sandgil, gamalt bæjarstæði upp frá Keldum, eyddist til fulls um 1760,
sbr. Árbók 1898, bls. 21: Grýtubrot, aflangur hluti úr barmi, 77—
118x16; grýtan hefur verið um 358 í þvm. Grýtubrot, 39—74x16,
úr fremur stórri grýtu. Ein brotlínan er um tvö göt, síðan hefur verið