Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 45
49
rannsökuð 1939, sbr. Forntida gárdar i Island, bls. 145-—170, mynd
113, nr. 21: Snældusnúður hálfur, 31 x 17. Ókominn til safnsins.
35. Ásbjarnarstaðir, Stafholtstunguhr. án nánai'i fundarvitneskju:
Snældusnúður 37X14. Þjms. 6103.
36. Bóndhóll, Borgarhr.: Snældusnúður, flatur á báðum hliðum, 24 X 12.
Þjms. 5623.
Hnappadalssýsla.
37. Haffjarðarey, Eyjahr. gamalt bæjarstæði, fór í eyði á 18. öld, sbr.
Skírni 1946, bls. 144—62: Grýtubrot 3, öll úr sömu grýtunni, aðallega
botninum; má á einu brotinu sjá, að grýtan hefur verið kringlótt
með flötum botni, víðust efst. Stærsta brotið er 35—-40x13. í einu
brotsárinu er eirnagli eftir spengingu og á öðrum stað sér fyrir gati
í brotsári. Kom 1. 8. ’45.
Dalasýsla.
38. Hróðnýjarstaðir, Laxárdalshr., fundið í gömlum öskuhaugi við hús-
gröft: Snældusnúður, dökkgrár, lítið eitt íhvolfur að neðan, 42x17.
Þjms. 8335.
Eyjafjarðarsýsla.
39. Dalvík, Svarfaðard.hr., kumlateigur frá 10. öld, sbr. Aarböger for nord.
Oldkh. og Hist. 1910, bls. 62—100: Grýtubrot grábleikt, um það bil
helmingur grýtunnar, sem verið hefur skállaga, 220 í þvm, 80 á dýpt,
mest 23 á þykkt í botni, en þynnri til barmanna. Ekki sést, hvort
skaft hefur verið á grýtunni. Þjms. 5963. Grýtubrot úr öðru kumli,
að sögn rannsóknarmannanna „rester af en gryde af lignende art
som fra dysse V“, Aarböger 1910, bls. 88. Virðist aldrei hafa komið
til safnsins.
40. Ytri-Tjarnir, Öngulsstaðahr.: Snældusnúður, ekki alveg heill, 38x14,
með sótblettum. Kom 26. 6. ’50.
Þingeyjarsýsla.
41. Fornt bæjarstæði uppblásið í Smiðjuskógum í Króksdal inn af Bárð-
ardal: Tafla úr hnefatafli, telgd úr grýtubroti, og sér enn sót á að
ofan, en djúp hola í að neðan og vottar fyrir annarri að ofan. (Ef
til vill er þetta aðeins hálfunninn lítill snældusnúður). Kringlótt,
22—24 í þvm, 16 á hæð. Þjms. 10112.