Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 47
51
unnið hefur verið með, og er engu líkara en grýtan hafi verið rennd,
enda er brot þetta um margt öðru vísi en flest önnur, sbr. þó nr. 32.
Kom 23. 7. ’35.
50. Skinney í Hornafirði, Nesjahr., gamalt bæjarstæði: Grýta heil, Rygh
728, 185—205 í þvm., 103 á hæð, um 17 á þ., skaftið 190 að 1., gróft
verk. Grýtan er hrímug utan. Þjms. 832 (1. mynd).
Vestur-Skaftafellssýsla.
51. Grjótmelur fyrir austan Búland í Skaftártungu, þar sem voru mörg
brot af líkum steini (líklega fornt bæjarstæði): Snældusnúður eitl-
óttur, flatur, bæði að ofan og neðan, 40 X17. Þjms. 4254.
52. Hvannkeldurof fyrir austan Hnausa í Meðallandi, Leiðvallarhr., gamalt
bæjarstæði: Snældusnúður, 27 X13. Þjms. 10459. Grýtubrot 3 með
gulbrúnum og blágráum flekkjum. Af brotunum eiga 2 saman og eru
úr barmi; grýtan hefur verið skállaga, um 360 í þvm, 15 á þ. Þjms.
10455 a —c. Grýtubrot 19, virðast vera úr annarri grýtu eða gvýt-
um, flest smá, hið stærsta er úr barmi og virðist sú grýta hafa verið
um 350 í þvm, 15—18 á þ. Þjms. 10456 a—s. Grýtubrot 2, hvítleit,
hið stærra úr barmi, 88 X 14—17; grýtan hefur verið um 220 í þvm
um op. Þjms. 10457 a—b. Grýtubrot 3, mesta haf á hinu stærsta 44,
12 á þ., hvelft. Þjms. 10458. Virðist þannig vera um brot úr 4 grýt-
um að ræða.
Enn fremur hefur fundizt „í eyðibýli austur í Skaftafellssýslu", án
nánari staðgreiningar: Snældusnúður, hálfur, 45x20. Þjms. 4965.
V estmannaeyjar.
63. Miðhús: Kola blágrá, svört að utan af grút og hrími, skemmd all-
mjög, hefur kvarnazt mikið utan úr henni; virðist munu hafa verið
kringlótt í upphafi, 140—160 í þvm. Skálin er 25 á dýpt og 95—100
í þvm. að innan. Hefur verið hengikola með gjörð undir miðjan botn,
sem enn sér skoru eftir. Fannst „4 álnir undir grassverði". Þjms. 8388.
54. „Undir Hánni“ fornar mannavistarleifar, líklega bæjarstæði, sbr. Ár-
bók 1913, bls. 5—6; Klébergsbrot, líklega úr grýtu, því að hrímskóf er
á annars vegar, 60—70 að 1., 9—14 á þ. Með brotinu fundust m. a.
svínstennur. Þjms. 6363.
Enn eru ótaldir 4 snældusnúðar, sem komið hafa til safnsins án
fundarvitneskju. Snældusnúður, eitlóttur, 42x16, gat úti við röndina,