Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 48
52
líklega til að festa þráðinn í. Þjms. 6666 (3. mynd d). Snældusnúður,
37 X 20. Þjms. 6665. Þessir tveir snúðar komu saman til safnsins og
eru líklega frá sama fundarstað. Snældusnúður, eitlóttur, 32 X16.
Þjms. 9045 d. Kom með fornlegu ístaði, deiglu úr járni, blýmeti og
öðrum steinsnúð og virðist munu vera úr uppblæstri. Snældusnúður
44X15, allur skreyttur með punktum og strikum að ofam Kom
28. 12. ’34.
Nú eru taldir allir þeir íslenzkir klébergsfundir, sem mér eru kunn-
ir. Ef ekki eru taldir með þeir fundir, sem ekki eru nákvæmlega
staðsettir og geta því verið úr einhverjum hinna nafngreindu fundar-
staða, skiptast klébergsfundirnir þannig eftir sýslum:
Rangárvallasýsla ......................... 23
Arnessýsla ................................ 8
Kjósarsýsla ............................... 1
Mýrasýsla ................................. 4
Hnappadalssýsla ........................... 1
Dalasýsla.................................. 2
Eyjafjarðarsýsla ........................ 1
Suður-Þingeyjarsýsla ...................... 2
Norður-Múlasýsla .......................... 2
Suður-Múlasýsla ........................... 4
Austur-Skaftafellssýsla ................... 2
Vestur-Skaftafellssýsla ................... 2
Vestmannaeyjar ............................ 2
Samtals 54
Þessi mikla misskipting klébergsfundanna eftir landshlutum stafar
vafalaust af hreinni tilviljun. Hin háa hlutfallstala Rangárvallasýslu
mun einvörðungu eiga rót sína að rekja til uppblástursins, sem þar
hefur átt sér stað, og jafnframt hefur verið lögð sérstök rækt við að
hirða það, sem upp hefur blásið á seinni árum (einkum af Vigfúsi
Guðmundssyni og öðrum Keldnamönnum). Rangt væri því að álykta,
að kléberg hafi verið algengara í Rangárvallasýslu en annars staðar.
Þannig hefur t. d. kléberg fundizt í 4 fornkumlum og öll eru þau
utan Rangárvallasýslu, þó að þaðan séu kunn hlutfallslega fleiri
kuml en úr öðrum landshlutum. Hin tiltölulega háa fundartala Árnes-
sýslu byggist mest á Þjórsárdalsrannsóknunum 1939.