Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 49
53
Ef nokkra ályktun má draga af skiptingu fundanna, virðist mér
það helzt, að notkun klébergs hafi verið útbreidd um flestar byggðir.
Af fundaskránni kemur skýrt í ljós, til hvers klébergið var hag-
nýtt hér á landi. Fyrst og fremst var það haft í grýtur (steinkatla),
en auk þess í snældusnúða (sem alloft eru sýnilega gerðir úr grýtu-
brotum), ljósakolur, töflur í hnefatafl og jafnvel sörvistölur. I sökkur
og kljásteina hefur það líklega lítið verið notað, enda gnótt íslenzkra
steina til þess. Skal nú geta hverrar gripategundar um sig.
1. mynd. — Grýta úr klébergi (nr. 50). Ljósm. G. Gestsson.
A soapstone cooking vessel.
Grýtur eða grýtubrot úr klébergi hafa fundizt á 28 hinna 54 staða,
þar af eru sumir einnig fundarstaðir snældusnúðanna. Aðeins 2 grýt-
ur eru heilar (nr. 46 og 50), báðar skállaga, hér um bil hálfkúlu-
myndaðar, með sívölu, lítið eitt afturmjókkandi skafti, gerðin er
Rygh 728. Flestöll grýtubrotin virðast einnig vera úr sams konar
grýtum, eða þá Rygh 729, skaftlausar skálar, einfaldar að gerð og
skrautlausar. Af ærið mörgum brotum má fara nærri um vídd grýt-
unnar og hafa þær verið 215—360 í þvm. um op, þykktin hins vegar
10—22, oftast þó 14—18, oft meiri við botn en barma. Pottahrím
er utan á flestum brotunum. Ein grýtan hefur sýnilega haft eyru úr
járni (nr. 5), og á mörgum brotunum sjást boruð göt, sem benda til
viðgerðar með eir- eða járnspöngum.
Allar munu grýtur þær, sem nú var að vikið, vera frá víkingaöld,
og verður komið að því síðar.
Nokkur brot skera sig hins vegar úr og munu vafalaust yngri, frá
miðöldum, þótt nákvæm tímasetning sé ógerleg. Nr. 2 er úr skál-
laga kringlóttri grýtu, en óvenju þunnri og auk þess með hnúðum
við barm. Nr. 32 er af þunnri grýtu með flötum botni, og sama er að
segja um nr. 49. Hafa báðar þessar grýtur verið úr mjög hörðu,
dökku klébergi, fínlegri en þær, er áður var lýst, og með smíðaför-