Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 50
54
2. mynd. — Grýta úr lclébergi (nr. 46). Ljósm. G. Gestsson.
A soapstone coolcing vessel.
um, líkt og renndar væru, einkum hin síðar nefnda. í sama flokk á
líklega einnig nr. 37 að koma. Nr. 24 virðist vera skaft af grýtu,
sexstrent, og er það ekki víkingaaldarlag heldur miðalda, sbr. S.
Grieg: Middelalderske byfund, bls. 205, mynd 168. Þessa 5 fundi
tel ég því frá miðöldum án nánari tímasetningar,1) enda knýja
fundaraðstæður ekki til að telja þá eldri, þar sem 4 eru fundnir á
bæjarstæðum, þar sem byggð hefur jafnan verið, en einn (nr. 37)
frá stað, sem byggður var fram á 18. öld.
Snœldusnuðar úr klébergi hafa fundizt á 27 af 54 fundarstöðum,
þar af fleiri en einn á 8 stöðum, mest 6 saman, í Gömlu-Akbraut
(nr. 23). Þeir eru allir áþekkir, flatir að neðan, en kúptir að ofan,
eins og málin sýna, mismunandi mikið. Hinn stærsti er 65 í þvm.
og 28 á þykkt eða hæð, en hinn minnsti 24 í þvermál og 8 á þykkt
eða hæð. Enginn getur kallazt keilumyndaður eða topplaga, en
nokkrir eru flatir báðum megin eða með kvarnarsteinslagi. Gatið á
flestum snúðunum er dálítið víðara að neðan en að ofan. Á tveimur
(nr. 11 og úr óþekktum fundarstað) er lítið gat nær brún (til að
festa þráðinn í?). Á einum hefur verið gerð skora út frá gatinu til að
reka í spýtu og festa snúðinn (nr. 11). Yfirleitt eru snúðarnir skraut-
lausir og næsta fátæklegir. Á sumum vottar þó fyrir skreytingu. Á
tveimur er grafinn hringur um gatið (nr. 19), á einum er bryggja
um gatið (nr. 23), einn er að ofan skreyttur sammiðja hringum
hverjum utan yfir öðrum (nr. 31) og loks er einn grafinn óreglu-
lega settum strikum og punktum að ofan (úr óþekktum fundarstað).
Letur eða fangamark sést ekki á neinum.
Rétt er að taka fram, að snældusnúðar úr íslenzkum steintegund-
1) Mér er því miður ekki kunnugt um sérstaka vísindalega greinargerð
fyrir klébergsiðnaði Norðmanna á miðöldum og seinni öldum.