Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 51
55
3. mynd. — Snúðar úr klébergi (nr. 21—23, úr Rangárvallasýslu án stað-
greiningar, og óþekktum fundarstað). Ljósm. G. Gíslason. — Soapstone
spindle ivho7'ls.
um eru alveg eins algengir og klébergssnúðarnir og hafa mjög víða
fundizt á sömu stöðum og þeir, enda steinsnúðar yfirleitt með al-
gengustu forngripum frá fornöld og miðöldum hér á landi ekki síður
en Grænlandi, en þar eru þeir geysialgengir. í Görðum fundust 25,
Sandnesi 49, Brattahlíð 44, allir úr hinu ágæta grænlenzka klé-
bergi.1)
Geta skal þess einnig, að nokkrir þessara snúða eru þannig, að
ekki þykir trúlegt, að þeir hafi verið snælduhöfuð (t. d. nr. 12 og
20). Þeir eru eins báðum megin, allar hvassar brúnir afmáðar, líka
í auganu, svo að sýnilegt virðist, að ekki hefur verið ætlunin að festa
í því hala. Um snúða þessa vitna ég til vitnisburðar tveggja manna,
sem báðir voru vanir notkun halasnældunnar. Sigurður Guðmunds-
son málari segir: er alveg óvíst til hvers þeir hafa verið hafðir,
því að þráðarsnældusnúðar geta það varla verið, þar eð þeir eru
bunguvaxnir báðum megin. Líka snúða höfðu og menn til að láta
leika á bandinu, þegar að menn tvinnuðu með snældu, til að varna,
að snurður kæmi á bandið. . . . “. (Skýrsla um Forngripasafn II,
bls. 10). Sigurður Vigfússon skrifar í dagbók safnsins 1889, við nr.
3249: ,,Mér kemur til hugar, að sumar af þessum steinkringlum hafi
1) Sjá Meddelelser om Grönland nr. 76, bls. 150, nr. 88, bls. 133 og 188
—89, nr. 88, bls. 128—29 og nr. 67, bls. 223.