Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 52
56
hér verið notaðar eða hafðar til að draga upp á þráð, þegar konur
undu af snældum, til þess að snurður hlaupi ekki á þráðinn, eins
og enn tíðkast og ég hefi séð; eru hafðir til þess snældusnúðar; í
þessa (þ. e. Þjms. 3249) eru og djúpar skorur innan í gatinu“.
Eftir þessum vitnisburðum eru snúðar þessir ekki snælduhöfuð,
heldur áhöld þau, sem kölluð eru árennur.
Um aldur steinsnúðanna yfirleitt er það að segja, að þeir hafa
verið mjög algengir í fornöld, en á seinni öldum gjörsamlega óþekkt-
ir. Hvar sem þeir finnast eru þeir því merki fyrri alda byggðar, en
að svo stöddu verður ekki sagt um, hversu langt fram á aldir notkun
þeirra nær.
U. mynd. SJcaftkola úr klébergi (nr. 1). Ljósm. G. Gestsson.
A soapstone lamp witli handle.
Kolur úr klébergi eða brot af þeim hafa fundizt á 5 stöðum (nr.
1, 9, 12, 24, 53) og eru af tveimur gerðum, skaftkolur og hengi-
kolur. Nr. 1 er skaftkola, sem virðist hafa haft frammjókkandi blað,
en nr. 24 hefur haft kringlótt blað. Nr. 12 er aðeins skaft af kolu,
og verður ekki sagt um lögun blaðsins. Af hinni gerðinni er nr. 9
með tveimur gagnstæðum eyrum til að festa í upphöldin, en á nr.
53 hefur lykkju (líklega úr járni) verið brugðið undir miðjan botn.1)
1) í grein eftir J. R. C. Hamilton í The Illustrated London News 3.
des. 1949 um uppgröft í víkingabyggðinni í Jarlshof á Hjaltlandi, er birt
mynd af hjaltlenzkum klébergshlutum, m. a. kolu, sem er mjög lík nr. 9
og er það því sýnilega víkingaaldargerð. Önnur mynd er þar af hjaltlenzkri
klébergsnámu frá víkingaöld. — Ég get þess hér, að mér er ekki kunnugt,
hvort unnt er að þekkja sundur norskt og hjaltlenzkt kléberg, og stendur
sá möguleiki opinn, að eitthvað af okkar klébergshlutum lcunni að vera
af hjaltlenzkum u'ppruna.