Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 53
57
5. mynd. — Hengilcola úr klébergi (nr. 9). Ljósm. G. Gestsson.
A soapstone hanging lamp.
Steinkolur úr íslenzku efni eru margar til hér, sumar sannanlega
frá fornöld, og líklega allar allgamlar, en nákvæm tímasetning er
enn sem komið er ógerleg af öðru en fundarstaðnum eða gripum,
sem með kolunum eru fundnir.
Töflur úr hnefatafli, gerðar úr klébergi, hafa fundizt tvær (nr. 41
og 42). Þar af önnur (nr. 42) af þekktri víkingaaldargerð, sbr.
Jan Petersen: Bretspillet i Norge i forhistorisk tid, Oldtiden IV,
bls. 81, mynd 10. Er þessi tafla því sennilega ekki yngri en frá 10.
öld, enda fundin í öskuhaug við tóftir af fornaldarbæ, að því er
virðist.
Sörvistölurnar tvær úr klébergi (nr. 21 og 23) er ekki auðið að
tímasetja nákvæmlega af sjálfum sér.
Það varðar miklu, að unnt sé að tímasetja klébergsfundina, og
kemur þá tvennt til greina: fundaraöstœöur og gerð forngripanna.
Áreiðanlega tímasetta vegna fundaraðstæðna tel ég fyrst og fremst
nr. 30, 39, 44, 46, sem allt eru fundir úr heiðnum kumlum frá 10.
öld, og koma fyrir í þessum fundum bæði grýtur og snældusnúðar.
Auk þess tel ég fundaraðstæður sýna, að fundirnir nr. 4, 5, 19, 23,
26, 27, 34, 41, 42, 43, 47 séu frá 10. öld eða ekki miklu síðar, og
nr. 29, Stöng í Þjórsárdal, kann einnig eftir nýjustu rannsóknum
að vera eldri en 1104 (1106). Vegna gerðar forngripanna hef ég
tímasett fundina nr. 2, 3, 10, 12, 14, 17, 18, 25, 28, 31, 33, 45,
48, 50, 52 til 10. eða 11. aldar, og eru þetta allt grýtubrot, sem