Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 54
I
58
mér virðast vera úr grýtum af gerðunum Rygh 728 og 729. Af 54
fundum eru því 31, sem ég tel með gildum rökum hægt að tímasetja
til víkingaaldar, 9.—11. aldar, auk þess sem almennar líkur benda
til um suma hina fundina, að þeir séu einnig frá þeim tíma, t. d.
fundirnir í grcnnd við Keldur á Rangárvöllum (Tröllaskógur
o. fl.). Á móti þessu koma svo fundimir 5 (nr. 2, 24, 32, 37, 49),
sem ég hef hér að framan talið frá miðöldum, enda skera þeir sig
úr, svo að varla verður um villzt.
Af framansögðu virðist mér mega draga þá almennu ályktun, að
íslenzku klébergsfundirnir séu yfirleitt frá fornöld, þ. e. 9.—11. öld,
og ætti að mega taka klébergshluti í gömlum rústum sem bendingu
um forna byggð. Ber þó að hafa í huga, að steinkatlar geta enzt lengi
og brot úr gömlum grýtum geta lengi verið viðurloðandi á bæjum,
en ef varlega er á haldið, ætti að mega hafa mikið gagn af klébergs-
hlutum til að tímasetja bæði húsarústir og aðra forngripi. Með þessa
niðurstöðu í huga skal svo að lokum farið nokkrum orðum um upp-
runa og eðli klébergsfundanna á íslandi.
Eins og áður er sagt, er kléberg mjög algengt í Noregi og. hefur
6. mynd. — Norsk lclébergsnáma frá víkingaöld. Eftir S. Grieg í Univer-
sitetets Oldsaksavdings Árbok 1930. — A Norwegian soapstone quarry
from the Vilcing age.