Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 55
59
verið nytjað lengi. Klébergsnámurnar eru víða í fjöllum og óbyggð-
um og eru torfundnar nú á dögum, þótt eitt sinn hafi nytjaðar verið.
Þær finnast því aðeins af tilviljun, en hafa þó fyrir löngu síðan vakið
athygli og verið Iýst ærið mörgum. Hefur klébergið ýmist verið numið
úr lóðréttum bergveggjum eða láréttum klöppum, ení öllum námunum
virðist vera sameiginlegt, að bergið hefur sjaldnast verið numið sem
hrávara og flutt sem óunninn efniviður burt af staðnum. I þess stað
hefur verið leitazt við eftir megni að höggva grýtur eða steinkatla
út úr bergfletinum og reynt að vinna það eins mikið og hægt var,
áður en það var sagað frá berginu. Hefur hið ytra form grýtunnar
verið höggvið út sem hálfkúla, botninn út, og síðan sagað frá berg-
veggnum. Síðan hefur hún verið holuð innan meira eða minna, og
þannig hafa grýturnar verið fluttar hálfunnar eða vel það niður til
byggðanna, þar sem þeim voru gerð lokaskil. Þessi vinnsluaðferð
hefur verið höfð vegna þess að námurnar voru afskekktar og æski-
legt að flytja ekld meiri þunga með sér en nauðsynlegt var.
A ýmsum þessum stöðum hefur bersýnilega átt sér stað stórfram-
leiðsla af klébergsgrýtum, tilteknir menn hafa gert sér að atvinnu
að framleiða grýtur í klébergshéruðunum og selja í þeim klébergs-
lausu og jafnvel til útlanda. Á Norður-Jótlandi hafa fundizt norskar
klébergsgrýtur og margar í víkingaborginni miklu, Trelleborg við
Slagelse á Norðvestur-Sjálandi og í hinum fræga verzlunarbæ vík-
ingaaldarinnar Heiðabæ í Slésvík, og þangað telur Jankuhn jafnvel,
að alveg óunnið kléberg hcifi verið flutt. Utflutning þennan má óhik-
að setja í samband við klébergsnámurnar í Noregi, og sama mun
vafalaust eiga við um klébergsgripina á íslandi.
Norskir fornfræðingar voru lengi í vafa um hvort unnt væri að
tímasetja námur þær, sem hér hefur verið lýst, því að kléberg hefur
verið notað frá forsögulegum tíma og fram á þennan dag. En sú
skoðun vinnur þó æ meira fylgi, að þær séu að langmestu leyti frá
víkingaöldinni, og hafa þeir báðir rökstutt þessa skoðun, Jan Peter-
sen og Sigurd Grieg. Þeir benda á, að hinar mörgu hálfunnu grýt-
ur, sem við námurnar finnast, séu oftast af gerðinni Rygh 729, þ. e.
skállaga, einstöku sinnum Rygh 728, þ. e. skaftgrýtur, en aldrei
af þeim miðaldagerðum, sem þó eru vel þekktar frá uppgröftum í
bæjunum Ósló, Björgvin og Niðarósi. Þetta kemur svo ágætlega
heim við það, að sýnilegt er, að klébergsiðnaðurinn hefur færzt geysi-
lega í aukana á víkingaöld, eins og Haakon Shetelig hefur glögglega
sýnt. Hann fullyrðir, að klébergsgrýturnar hafi orðið svo geysi-
algengar, að þær hafi hartnær útrýmt leirkerunum og fyrir tilverknað