Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 61
65
og hann liggur fyrir, getur stutt fyrri skoðunina, því það er ekki rétt
hjá S. Þ., að það séu aðallega börn innan 14 ára, ásamt gamalmenn-
unum, sem sitja heima í sveitum, sem eru að fara í eyði. Gamal-
mennin eiga almennt ekki börn innan við 14 ára aldur, og þegar
fólkið, sem er á barnsgetnaðaraldri, flyzt burtu, þá fækkar börnum
einnig. Það er því fyrst og fremst roskið fólk, sem er áberandi fjöl-
mennt í sveitum, sem eru að leggjast í eyði. Ef frekari rannsóknir
í Þjórsárdal leiða það í ljós, að vel flestir bæir í inndalnum hafi farið
í eyði samtímis, þá verður að beita annarri skýringu á því, hve fáar
barnabeinagrindur fundust að Skeljastöðum, en þessarar, sem ég hef
talið sennilegasta. Hvorki útburður né það, að börn hafi verið grynnra
grafin en fullorðnir, er fullnægjandi skýring, helzt yrði fyrir að hugsa
sér, að börn hefðu verið grafin á sérstökum stað, sem hefði verið
örfoka, þegar kirkjugarðurinn var grafinn upp. Það, sem gæti mælt
með þessu er, að það virðist hafa verið hyllzt til að grafa karla og
konur hvort á sínum stað í garðinum og að framan við auða svæðið,
sem álitið er að kirkjan hafi staðið á, var mest blásið, og þar fund-
ust engar grafir. I gegn því að mikið af barnagröfum hafi verið örfoka
mælir, að enginn tvístringur af beinum eða mikið veðruð bein úr
öðrum börnum en ungbörnum fundust.
Jafnvel athuganir mínar á arfgengum einkennum Þjórsdæla sér
S. Þ. ástæðu til að gera að umtalsefni, og farast honum þannig orð
um þær: „Steffensen telur séreinkenni Þjórsárdals (á að vera Þjórs-
dæla) hafa verið hinn tiltölulega stutta sköflung, sem sé arfgengt
einkenni, og dregur þar af þá ályktun, að Þjórsdælir hafi „verið all-
fleistir meira eða minna skyldir“. Ég tel, að ekki sé hægt að staðhæfa
meira en það, að stuttur sköflungur sé séreinkenni þeirra Þjórsdæla,
sem grafnir hafa verið upp úr Skeljastaðakirkjugarði“ (Arb. 1943
—48, bls. 62—63). Mér leikur hugur á að vita, á hvaða vitsmuna-
stigi S. Þ. álítur lesendur okkar vera? En hafi hann sjálfur verið í
vafa um skoðun mína á þessu atriði, þá get ég glatt hann með því,
að hún er sú sama og hans, að því viðbættu, að ég staðhæfi ekki,
eins og hann hefði líka getað séð, ef hann hefði tilfært alla setning-
una, sem hljóðar svo: „Þjórsdælir ættu þá að hafa verið allflestir
meira eða minna skyldir“.
Ég læt S. Þ. einan um þær hugleiðingar, að líklegra sé, að á
Skeljastöðum hafi verið grafnir margir ættliðir frá fáum bæjum, en
að fólk á a. m. k. 11 bæjum haft stuttan sköflung. Ég treysti mér
ekki til að segja neitt um þetta atriði, þar sem mér er ekki kunnugt