Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 70
74
þráðurinn lykkjur, sem hægt er að draga úr, svo að allt verkið rakni
upp. En í vattarsaumi gengur þráðurinn gegnum þær lykkjur, sem
fyrir eru, og er næsta torvelt að draga hann úr aftur. Ef vinnan á
ekki að verða úr hófi fyrirhafnarsöm, verður því að notast við
1. mynd. — Vötturinn frá Arnlieiðarstöðum.
The glove from Arnheiðarstaðir.
nálþræði af takmarkaðri lengd í hvert skipti og hnýta við nýjum
þræði við og við.
A 2. mynd er sýnd greining vinnunnar á Arnheiðarstaðavettinum,
en hann er unninn með einu hinu einfaldasta afbrigði, sem til er af
þessari aðferð. Vötturinn er úthverfur, svo að það er ranghverfan,
sem sést. Á 3. mynd er sýnd ein umferð af nálsporum og á 4. mynd,
hversu önnur umferð er tengd við þá fyrstu. En það mundi verða
ærið rúmfrekt að lýsa aðferðinni, þótt ekki væri út í æsar, og leyfi
ég mér að vísa til bókar minnar „Olddanske Tekstiler“, sem nú er
komin út, ef einhver hefði áhuga á að kynnast þessu nánar.