Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 71
75
Nálbragð er vafalaust ævaforn aðferð. Elzta dæmi hennar, sem
ég þekki, er á vetti, sem fannst í Ásle-mýrinni í Svíþjóð. Honum hef-
ur Elisabeth Strömberg lýst og telur hann frá tímabilinu um Krists
fæðingu,1 2 og það er merkilegt, að hann er gerður með þeirri flókn-
ustu vattarsaumsaðferð, sem ég hef enn rekizt á. Annar sænskur
vöttur, fundinn í Lundi í jarðlagi, sem talið er frá miðöldum,' er
gerður með sömu aðferð og Arnheiðarstaðavötturinn, svo að fræði-
lega er ekkert því til fyrirstöðu, að hann sé frá landnámsöld. Það væri
ákaflega mikils virði að fá vitneskju um, hvort hinn gamli vattar-
saumur er með öllu undir lok liðinn á fslandi, hvort einhvers staðar
1) Holger Arbman och Elisabeth Strömberg: Áslevanten. Fataburen
1934, bls. 67.
2) Margrethe Hald: Lundavanten. Kulturen. En Ársbok 1945, bls. 80.