Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 72
76
í afskekktu héraði kynni að vera til gömul kona, sem kann hann
eða hefur heyrt hans getið.1
Um útbreiðslu nálbragðsins er annars það að segja, að aðferð
þessi þekktist í Perú, Egyptalandi, Persíu og Norður-Evrópu, og
sama greining er jafnvel kunn úr körfugerð á Kyrrahafseyjum.
3. mynd. — Ein umferð af lykkjum. — A row of stitches.
U. mynd. — Sýnt liversu ein umferð tengist annarri.
The manner of joining the rows.
1) Eflaust er óhætt að fullyrða, að svo muni ekki vera, og engar heim-
ildir aðrar en vöttur þessi eru til um þessa aðferð hér á landi. Líklegt
má þykja, að vettir sem þessi hafi í fyrndinni verið kallaðir bandvettir eða
bandvettlingar (sbr. nöfn hesta, Bandvettir, í Gísla sögu, ísl. fornrit VI,
bls. 39), vettir úr bandi til aðgreiningar frá vöttum úr ofnum dúk, sbr.
Árbók 1895, bls. 34—35. Ritstj.