Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 74
UM FORN MANNVIRKI OG ÖRNEFNI
Á LÆKJAMÓTI í VÍÐIDAL
Eftir Jakob H. Líndal.
I. YFIRLIT UM STAÐHÆTTI OG SÖGU
Lækjamót liggur austan Víðidalsár, litlu sunnar en um miðju Víði-
dals. Stendur allt hið forna tún þess suðaustan í allmiklum jökul-
melamyndunum, er liggja nálega um þveran Víðidal. Af legu þessari
leiðir, að eldri hluti túnsins er öldumyndaðar hæðir með nokkrum
lægðum á milli, en sem heild hallar túninu til suðurs ofan að fyrr
meir forblautum mýrarslakka, er liggur austan þess og skilur það
frá aflíðandi hlíðarhalla upp til Víðidalsfjalls, en það rís bratt og alk
hátt þar nokkru austar.
Suðvestan að landi jarðarinnar er Víðidalsá norður að svonefndu
Steinsvaði. Þaðan lætur nærri, að núverandi þjóðvegur ráði merkjum
að norðvestan, norður á norðurbrún Læskjarmótsmela. Þaðan ræður
að norðan lína til austurs nokkru sunnan við bæinn í Melrakkadal,
og liggur hún upp á hálsinn, er skilur norðurhluta Melrakkadals og
Víðidals. Þaðan eftir hálsi þessum allt suðaustur í háfjallið austan
við Víðidal. Er það um 900 m hátt.
Suðurmerki jarðarinnar eru um Merkjagil, sem liggur ofan há-
fjallið og svo um Kælislæk ofan í Víðidalsá.
Þegar frá er reiknað efsta fjalllendið, er meginhluti þessa lands
því nær samfellt graslendi, að miklu hallandi mýrar, en á milli smá-
melar og nokkurt mólendi. Alls mun landstærðin vera um 10 ferkm.,
en hinn eldri hluti túnsins um 10 hekt. Á síðari árum hefur svo bætzt
við allmikil nýrækt.
Þrátt fyrir svo mikla víðáttu af grónu landi voru útheysslægjur
frá fornu fari fremur rýrar á Lækjamóti, en beit í betra lagi bæði
fyrir fé og hross, enda svo snjólétt, að sauðir komust létt af í flestum
vetrum, og er eins nú um stóðhrossin.
Lækjamót hefur því frá fornu fari talizt til stærri jarða og þótt
vel fallin til sauðfjárbúskapar, enda var jörðin með köflum í tveggja
manna eign og þar tví- eða þríbýli.