Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 76
80 GuSmundarson í Ásbjarnarnesi og var mikill ráðgjafi hans um allan viðbúnað til þess að koma fram hefndum eftir Hall, bróður hans. Um ætt hans og föðurnafn er ekki getið, enda er sá hluti Heiðarvíga sögu, er nefnir hann í fyrsta sinn, aðeins til í ágripi eftir minni. En vel kæmi það heim, er Landnáma segir, að Þorgils gjallandi, félagi Auðunar skökuls, hafi verið faðir Þórarins goða, ef um nafnasam- steypu væri að ræða hjá höfundum Landnámu á þeim Þorgilsi, fé- laga Auðunar, og Þorgilsi gjallanda á Svínavatni, sem um ræðir í Vatnsdælu, og að þá hefði Þórarinn spaki verið sonur hins síðar- nefnda, en Lækjamót ættaróðal hans. Ekki er vitað, hvenær Þórarinn spaki flyzt að Lækjamóti, en hann hefur búið þar fram yfir Heiðar- víg, sem talin eru hafa gerzt 1014, en hefur þá verið orðinn roskinn maður. Ekki er þess getið, hvort Þorbergur sonur Þórarins, er einnig kemur við Heiðarvíga sögu, hefur búið á Lækjamóti eftir föður sinn. Um sama leyti og Þórarinn spaki ætti að hafa búið á Lækjamóti geta Fóstbræðra saga og Grettissaga þar um Þorgils Máksson, kappa mikinn og búsýslumann, er ólst upp hjá Ásmundi hærulang á Bjargi. Handa honum er talið, að Ásmundur hafi keypti land á Lækjamóti og Þorgils búið þar síðan, en hann féll, sennilega fremur ungur,; vestur á Ströndum í viðureign við Þorgeir Hávarsson, að því að talið er 1013. Frásagnir þessar er erfitt að samrýma, nema gert sé ráð fyrir tvíbýli við Þórarin, sem þó er fremur ólíklegt. Hitt gæti og einnig verið, að Ásmundur hefði keypt hluta af þáverandi Lækjamótslandi og Þorgils búið þar, án þess þó að sérstakt bæjarnafn hefði verið gefið eða það náð festu á hinum skamma ábúðartíma Þorgils Máks- sonar. Fátt er svo kunnugt um eigendur og ábúendur Lækjamóts frá því söguöld lauk og fram um miðja 15. öld, en aldrei mun það á þessu tímabili hafa komizt í greipar kirkju né konungsvalds. Mætti því telja líklegt, að þar hafi búið efnaðir sjálfseignarbændur eða bænda- ættir, er gættu hvors tveggja, að halda sér utan við höfðingjaróstur þessa tímabils og ljá ekki kirkjunni fangs á óðali sínu. Þetta virðist hafa breytzt eftir svartadauðamannfallið mikla í byrjun 15. aldar. Þá riðlaðist mjög eignarhald og ábúð jarða, en eflaust að sama skapi auðsöfn einstakra manna og ætta. Auðmenn þessir drógu jarðirnar að sér, eins og þeir hefðu segul á hverjum fingri, veltu þeim svo á milli sín í peninga stað og afhentu með kaupmálum við giftingu barna sinna. Inn í þessa hringiðu jarðabrasks og ábúðarskipta hefur Lækjamót einnig komizt. Fornbréf sýna, að árið 1458 kemur það til skipta eftir Kristínu, dóttur Björns Jórsalafara (Vatnsfjarðar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.