Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 82
86 um ofan að hvolfinu hefur vatnsagi þessi grafið smáskorninga, er allir stefna í áttina til þess og t>á einnig til hins forna Lækjamóts- bæjar. Jafnvel þótt skorningar þessir væru að mestu vatnslausir, þegar þurrt var um, þá urðu þeir þó að beljandi Iækjum í vorleys- ingum og þegar miklar rigningar gengu. Allt flatlendi mýrahvolfs- ins, gegnt bænum og þar fyrir sunnan, varð þá, áður en skurðir komu, að einu samfelldu flóði, er féll með miklu vatnsmagni til vest- urs fyrir sunnan túnið og ofan í Lækjamótstjörn, en þaðan um Graf- arlæk til Víðidalsár. Þá daga, sem svona stóð á, gat bærinn ekki heitið táknrænna nafni en einmitt Lækjamót. Hefur fornmönnum ekki þar, frekar en víða annars staðar, skjöplazt um nafngiftina. Rústirnar að gamla Lækjamóti voru orðnar mikið aflagaðar, þegar ég kom að Lækjamóti. Þó sáust þess greinileg merki, að síðast hefði verið byggt þar í tveimur röðum, er sneru út og suður. Sýndist all- mikill skáli hafa verið í syðri hluta austari raðar, en sennilega bað- stofan í hinni vestari. Inngangur hefur verið frá austri norðan skál- ans, en norðan inngangsins eða ganganna nokkur hús skipt með torfveggjum. Timbur virðist ekki hafa verið í framhlið bæjarins, nema ef verið hefur mjótt þil um innganginn, en vel hefðu getað verið heil eða hálf þil í suðurgafli skála og baðstofu. Bærinn hefur verið allstór, um 18 m langur og um 16 m breiður. Veggirnir hafa verið að mestu leyti hlaðnir úr torfi, grjót lítið notað, enda er all- langt til aðdrátta á því efni. Nokkru austan við þessar rústir hefur hlaðizt upp umfangsmikill öskuhaugur. Vegna þess að hallað hefur frá bænum niður að keldunni, gat öskuhaugurinn orðið um 4 m þyklcur, án þess að koll hans bæri til muna hærra en bæjarstæðið. Ofan á öskuhaugnum voru mjög greinilegar rústir af þremur tóft- um, sem sneru austur og vestur. Virðist einna líklegast, að þar hafi staðið skemmur, er hafi snúið þiljum að bænum. Milli þessara tótta og bæjarrústanna var um 4 m breið slétt flöt eða gangur. Mun það hafa verið bæjarhlaðið. Oskuhaugshóllinn, sem rústirnar stóðu á, er kallaður Kirkjuhóll, en tilfærsla hefur þar hlotið að verða á örnefn- um, því að öskuhaugurinn hefur verið að myndast frá því fyrst var byggt á Lækjamóti og fram undir þann tíma, að bærinn var fluttur, og hefði því jafnvel ekki síðasta kirkjan getað staðið á honum. Ég hefi talsvert notað þennan haug og því grafið þar mikið, en fárra hluta orðið þar var og engra, er eg gæti merkilega talið. Þó varð mér starsýnt á vaðmálspjötlu neðarlega úr haugnum. Hixn var móleit að lit og algjörlega ófúin, svo þétt ofin og þykk, að hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.