Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 82
86
um ofan að hvolfinu hefur vatnsagi þessi grafið smáskorninga, er
allir stefna í áttina til þess og t>á einnig til hins forna Lækjamóts-
bæjar. Jafnvel þótt skorningar þessir væru að mestu vatnslausir,
þegar þurrt var um, þá urðu þeir þó að beljandi Iækjum í vorleys-
ingum og þegar miklar rigningar gengu. Allt flatlendi mýrahvolfs-
ins, gegnt bænum og þar fyrir sunnan, varð þá, áður en skurðir
komu, að einu samfelldu flóði, er féll með miklu vatnsmagni til vest-
urs fyrir sunnan túnið og ofan í Lækjamótstjörn, en þaðan um Graf-
arlæk til Víðidalsár. Þá daga, sem svona stóð á, gat bærinn ekki
heitið táknrænna nafni en einmitt Lækjamót. Hefur fornmönnum
ekki þar, frekar en víða annars staðar, skjöplazt um nafngiftina.
Rústirnar að gamla Lækjamóti voru orðnar mikið aflagaðar, þegar
ég kom að Lækjamóti. Þó sáust þess greinileg merki, að síðast hefði
verið byggt þar í tveimur röðum, er sneru út og suður. Sýndist all-
mikill skáli hafa verið í syðri hluta austari raðar, en sennilega bað-
stofan í hinni vestari. Inngangur hefur verið frá austri norðan skál-
ans, en norðan inngangsins eða ganganna nokkur hús skipt með
torfveggjum. Timbur virðist ekki hafa verið í framhlið bæjarins,
nema ef verið hefur mjótt þil um innganginn, en vel hefðu getað
verið heil eða hálf þil í suðurgafli skála og baðstofu. Bærinn hefur
verið allstór, um 18 m langur og um 16 m breiður. Veggirnir hafa
verið að mestu leyti hlaðnir úr torfi, grjót lítið notað, enda er all-
langt til aðdrátta á því efni. Nokkru austan við þessar rústir hefur
hlaðizt upp umfangsmikill öskuhaugur. Vegna þess að hallað hefur
frá bænum niður að keldunni, gat öskuhaugurinn orðið um 4 m
þyklcur, án þess að koll hans bæri til muna hærra en bæjarstæðið.
Ofan á öskuhaugnum voru mjög greinilegar rústir af þremur tóft-
um, sem sneru austur og vestur. Virðist einna líklegast, að þar hafi
staðið skemmur, er hafi snúið þiljum að bænum. Milli þessara tótta
og bæjarrústanna var um 4 m breið slétt flöt eða gangur. Mun það
hafa verið bæjarhlaðið. Oskuhaugshóllinn, sem rústirnar stóðu á, er
kallaður Kirkjuhóll, en tilfærsla hefur þar hlotið að verða á örnefn-
um, því að öskuhaugurinn hefur verið að myndast frá því fyrst var
byggt á Lækjamóti og fram undir þann tíma, að bærinn var fluttur,
og hefði því jafnvel ekki síðasta kirkjan getað staðið á honum.
Ég hefi talsvert notað þennan haug og því grafið þar mikið, en
fárra hluta orðið þar var og engra, er eg gæti merkilega talið. Þó
varð mér starsýnt á vaðmálspjötlu neðarlega úr haugnum. Hixn
var móleit að lit og algjörlega ófúin, svo þétt ofin og þykk, að hún