Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 88
90
hafi verið garðlag 4. Það hefur verið mjög viðamikil hleðsla. Var
sums staðar nálega 1 m há og svo þykk, að jafnvel jarðýtu hefur
ekki tekizt að sjá fyrir henni að fullu. Engar húsarústir hef eg séð,
er fylgt hafi þessu hólfi, enda var allrækilega búið að róta til í því
og slétta, þegar ég kom.
Enn hefur verið gerður langur garður, nr. 5, sem lá yfir hólinn,
sem Lækjamótsbær stendur nú á, þar beint suður og beygði svo
austur í lækjadrag, er myndazt hefur neðst í bæjarkeldunni. Garð-
ur þessi virðist hafa verið efnisminni en hinir eldri, hvergi meira
en 50 sm að hæð, þótt órótaður væri, en þar, sem sléttað hafði
verið áður en ég kom, sást aðeins upphleypt rák, sem myndazt
hafði við sig sléttunnar. Túnauka þeim, sem þessi garður myndaði,
hafa að minnsta kosti fyigt tvenn peningshús, en þriðju húsarúst-
irnar hefðu vel getað verið þar, sem Lækjamótsbærinn var settur
niður.
Þá hefur verið girt kringum hólinn suðvestan við Lækjamóts-
bæ, en fremur lítilfjörlegu garðlagi, nr. 6. Þeim túnauka fylgja all-
miklar húsarústir á hólnum, sem garðurinn lykur um.
Loks er garðlag 7. Þar virðist víða móta fyrir gamalli undirstöðu,
en sá garður var allur gerður upp á árunum 1890—1900 og er
enn fullgildur vörzlugarður með 1—2 gaddavirsstrengjum, hefur
hann staðið síðan án verulegs viðhalds. Syðst í þeim túnauka var
allmikil húsarúst. Garður 8 var gerður frá grunni um sama leyti
og garður 7 var gerður upp og túnauki sá, er þá fékkst, er frá
sama tíma.
Þá er eftir Kottúnið. Það mun langyngst hinna eldri túnauka á
Lækjamóti. Hefur það að miklu verið ræktað upp á berum mel með
aðfluttum mýrajarðvegi og ýmis konar rusli frá tóttum. Upphafið
að Kottúnsræktinni má óefað rekja til Lækjamótskots. 1 jarðabók
þeirra Arna og Páls frá 1706 er þess ekki getið, og þar sem þeir
voru allnákvæmir í því að geta býla og hjáleigna bæði byggðra og
í eyði, má ganga út frá því, að þá hafi það ekki verið til. Hins vegar
segir svo í J. Johnsens jarðatali frá 1847: „1802 er Lækjamótskot
talið með heimajörðinni sem eyðihjáleiga, og nefnir prestur það nú
einn“ (skýrslur 1840—45). Af þessu má ráða, að Lækjamótskot
hafi fyrst verið byggt einhvern tíma á 18. öld, en ekki mun þess þó
getið i þeim manntalsbókum sýslumanna, sem til eru frá því tíma-
bili, en þeir hafa getað talið það undir ábúð á Lækjamót. Þætti mér
líklegt, að það hefði helzt verið í byggð á þeim árum, sem þríbýli
er talið á Lækjamóti, en það var mjög algengt á árunum 1739—