Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 93
95
kallað Hústún). Er nyrzti hluti túnsins milli garðlags 2 og 8. Kennt
við Lækjamótskot, er stendur norðvestan til á þessu túni. Lœkja-
mótskot (6). Býlisrúst á Kottúni. Sigurðartún (7). Nýrækt austan
við Kottún og garð 8 niður að læk. Er kennt við Sigurð L. Jóhannes-
son, húsmann á Lækjamóti, síðar bónda á Tittlingastöðum, sem
byrjaði þar ræktun og hafði landið til afnota 1922—’37. Kothús
(8). Gamlar húsarústir neðantil á Kottúni ásamt fjárhúsum norðan
við þær, sem nú eru notuð. Réttarhús (9). Fjárhús með viðbyggðri
fjárrétt vestast á Kottúni. Stakhús (10). Gömul húsarúst, sem nú
er búið að slétta, við garðlag 2 (sjá kortið). Gíslalaut (11).
Hvammur norðvestan við Lækjamótstún. Var þýft mólendi og mela-
jaðar. Er nýlega gert að túni. Ókunnugt um tilefni nafnsins. Dœgra-
dvöl (12). Þríhyrnd hólbrekka norðan við heimreiðartröðina að
yngra Lækjamóti, en vestan við garðlag 5. Nafnið mun standa í
sambandi við það, að skák þessi hefur þótt seig til afsláttar. Kaupa-
mannavöllur (13), einnig nefndur 5 daga sláttur. Túnstæðið vestan
garðlags 5 og norður að heimreiðartröð. Var áður fyrr oft notaður
til prófs á dugnað nýrra kaupamanna. Bœjarkelda (14). Mýrar-
lægðin austan við Lækjamótstún. Var áður síblautt foræði. Nú
framræst og að miklu ræktað tún.
2. Örnefni vestan Lœkjamótstúns og sunnan,
en neðan við veginn fram í Víðidal.
Lœkjamótsmelar (15). Melasvæði vestan við Lækjamótstún.
Sitjandi (16). Mjög forn og hálfgróin lág grjótvarða norðvestantil
á Lækjamótsmelum. Er getið sem landamerkjavörðu í margra alda
gömlum skjölum um landamerki milli Lækjamóts og Þorkelshóls og
er það enn. Sennilega hefur melajaðarinn þarna upphaflega verið
nefndur Sitjandi. Mætti það hafa verið dregið af lögun melanna, en
svo hafi nafnið færzt yfir á merkjavörðuna. Annars ganga þau munn-
mæli um tildrög nafnsins, að þegar húsfreyjurnar á Lækjamóti og
Þorkelshóli voru að heimsækja hvor aðra fyrr á tímum, þá hafi
það verið siður þeirra að fylgja gestinum út úr landareigninni, og
hafi þær þá setzt á merkj avörðuna til að ljúka samræðum, áður
en þær kvöddust. Þar af hafi varðan fengið sitt nafn. En hæpið tel
ég, að nafnið Sitjandi hefði orðið til í munni manna vegna þessa
tilefnis, því að þá væri það skökk orðmyndun. Djúpiketill (17).
Djúp og stór lyngivaxin laut ofan í Lækjamótsmela skammt sunnan
L