Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 96
98
an Lækjamótsmela. Kennt við Jóhann Knút, er var vegagerðar-
maður, {regar fyrst var farið að laga þjóðveginn og gera upphleypta
vegakafla í Húnavatnssýslu. Hefur þetta þótt sú nýlunda, að veg-
spottinn hefur verið kenndur við verkstjórann síðan, og er hann
þó nú sambyggður þjóðveginum. Merkjakelda (49). Stórt keldu-
drag, er liggur neðan frá Jóhannsbrú langdrægt upp undir tún í
Melrakkadal norður við merki milli Lækjamóts og Þorkelshóls. Fyrr-
um var kelda þessi mjög oft slegin, þótt blaut væri. Grásteinn (50).
Stór landamerkjasteinn, þar sem mætast landamerki Lækjamóts,
Þorkelshóls og Melrakkadals. Stendur ofan til við Merkjakelduna
að norðan. Þrengsli (51). Efsti hluti Merkjakeldunnar móts við
Grástein og ofan hans. Grafarholt (52). Móaholt sunnan við
Þrengsli. Um það liggja landamerki Lækjamóts, þar sem þau beygj-
ast frá Grásteini til suðvesturs upp á Taglið. Ornefnið leitt af mó-
gröfum frá Melrakkadal norðan við holtið. Mun ekki mjög gamalt.
Neðra-Ris (53). Lítið móaholt skammt upp af norðurenda Lækja-
mótstúns. Um þetta holt liggur nú vörzlu- og framræsluskurður
gerður 1921. Efra-Ris (54). Lítið móaholt norðaustur af Neðra-
Risi í stefnu á Stekkjarmel. Brúarkelda (55). Kelda, serr^ liggur
frá því ofanvert við Nátthaga og norður milli Efra-Riss og Stekkjar-
mels. Dregur nafn sitt af upphlöðnum vegi, er yfir hana var lagður,
að eg held á síðastliðinni öld, til þess að auðvelda sauðfjárrekstur
til beitar á vetrum og greiða fyrir heimflutningi votabands á sumr-
um. Stekkjarmelm (56). Stór malarhóll að miklu gróinn ofan við
Brúarkeldu. Sunnan í honum eru rústir af fornum stekk. Haga-
hússmelur (57). Liggur upp af Stekkjarmel. Hagahús (58). Rústir
af stórum gömlum beitarhúsum með talsverðu umliggjandi túni,
þó án garðlags. Þar voru fyrr meir sauðahúsin frá Læjkjamóti. Voru
þau uppi og notuð fram undir síðustu aldamót. Nátthagi (59).
Hlaðinn úr kvíhnaus. Stendur uppi á mýrunum austur af Lækjamóti.
Gerður um aldamótin 1900. Stekkjarmelur (60). Stórt móaholt
skammt suðvestan við Nátthagann. Grœnistekkur (61). Forn stekk-
ur á Stekkjarmel. Stekkjarlaut (62). Lækjargrafningur sunnan við
Stekkjarmel. Skurðir (63). Lækjargrafningar upp undan syðsta
hluta Lækjamótstúnsins, en neðan Stekkjarmels. Ytra-Bcejarholt
(64). Melar og móaholt sunnan við Skurði. Syðra-Bœjarholt (65).
Skammt suður af Ytra-Bæjarholti og uppundan Miðdegishól. Mið-
degishólsbrú (66). Upphlaðinn vegur yfir mýrarsundið suður af
Miðdegishól og upp í nyrzta holt Jaðranna. Gerð seinni hluta 19.