Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 98
100
og norður um Hæðir. Selkeldur (83). Keldudrög beggja vegna við
Selið og niður frá því. Hœðir (84). Holt með mýrastöllum niður
af nyrzta hluta Selfells og beint upp af Hagahúsum. Þarna var aðal-
beit fyrir sauðina fyrr á tímum og því staðaval Hagahúsanna miðað
við það. Meðfram fjallsrótunum, allt frá því sunnan við Svarta-
skurð, um Selið og norður Hæðir, var fram á síðustu tíma mikill
hluti slægna frá Lækjamóti. Síðast slegið þar svo nokkru næmi
sumarið 1917. HœSavarða (85). Vörðubrot á Melhól í Hæðunum.
Hrossalaut (86). Grasbolli norðan til í Hæðunum. Ókunnugt um
tildrög nafnsins. TagliS (87). Háhryggurinn á hálsi þeim, er geng-
ur norður úr Lækjamótshlassi milli norðurhluta Melrakkadals og
Víðidals. Nær frá Neðrislakka og norður undir Melrakkadalsbæ.
NeSri-Slakki (88). Brattaskil og lítil lægð í hálsinn syðst á Taglinu, en
neðan við Efra-Selfell. Efra\Selfell (89). Snögghækkandi bunga á
hálsinum ofan við Neðri-Slakka. Skuggi eða Svartiklettur (90).
Dökkur klapparhaus vestan í Efra-Selfelli. Efri-Slakki (91). Lægð
í hálsinn ofan við Efra-Selfell. Ofan við lægð þessa rís norður-
hyrna Hlassins þverbratt upp. Hlass (92). Háhnjúkur Víðidals-
fjalls suðaustur af Lækjamóti, en vestan framhluta Melrakkadals.
Heitir fjallið svo framundir Hvarfsgjá. Lœkjamótahlass (93). Sá
hluti Hlassins, sem er norðan Merkjagils og því í Lækjamótslandi.
Framan Merkjagils heitir það Ásgeirsárhlass. (Þessi aðgreining
Hlassanna tekin úr gömlum landamerkjavitnisburði, en mun nú
gleymd).
Nokkur hinna framangreindu örnefna munu vera tiltölulega ung,
og er þess getið að því leyti, sem mér er kunnugt. Meiri hlutinn
er þó allforn að uppruna. Eflaust eru nú týnd mörg hinna eldri
örnefna, því að margt er það í landareigninni, sem eg sakna nafns
á, þar á meðal nær öllum húsarústunum í túninu. Ef til vill hefðu
nokkur örnefnanna geymzt lengur, ef ég hefði haft næga hugsun á
að spyrja um þau, strax og eg kom í Lækjamót. Þannig er það um
allt land, að örnefnin eru óðum að týnast, en eitthvað af nýjum og
oft lakari að koma í staðinn. Eru því nú síðustu forvöð að hefja
rækilega örnefnaskráningu um allt land eða allsstaðar þar, sem ekki
er búið að fullkanna í þeim efnum. Það eitt getur bjargað því í
hendur komandi kynslóða og til fræðirannsóknar, sem bjargað verð-
ur héðan af.