Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 105
107
Eirpottur frá Fornu-Lá. Teikning: W. Hansen. —
A copper pot, found at Forna-Lá.
að hæð, en frá pottbarminum og niður á tá eru 11,7 sm. Við
barm hafa verið tvö gagnstæð eyru, og er annað á einu brotinu,
beint upp af einum fætinum. Eyrað er þrístrent og hallar
örlítið út af barminum. Brotin eru sótug utan. Þegar potturinn
brotnaði, hefur hann verið spengdur með koparspöngum með um
3 sm millibili. — Hér á safninu er eirpottur, sem þessum er líkur,
Þjms. 2050, en þó ekki eins. — Steyptir eirpottar eru mjög al-
gengir í miðaldafundum á Norðurlöndum. Potturinn frá Lá er mjög
líkur S. Grieg: Middelalderske byfund, bls. 167, mynd 126—127,
en vantar þó upphleyptu böndin um belginn; þessa potta telur S.
Grieg hafa verið komna í notkun á 15. öld í Noregi, en haldizt allt
fram á 17. öld. Þeir munu vera gerðir af norskum handverks-
mönnum.
Met úr blýi, uppmjókkandi, en kemur þó ekki upp í topp, heldur
er það kollótt efst og hvilftir teknar tveimur megin. Það er 3,2 sm
í þvm við botn og 5,6 á hæð, vegur 254 gr.; utan á metinu er hvítt
hrúður.
Snœldusnúður úr rauðu móbergi, mjög stór, 10,2 sm í þvm,
6,9 sm á hæð, 2—2,5 sm vítt auga. Mun vera hrosshárssnældu-
snúður og sá stærsti, sem hér er á safninu.
Sleggjuhaus hálfur, úr holóttu grágrýti, hefur verið 17 sm í þvm.
Brýni 3, mismunandi.