Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 107
109
Afstaða rústa l Sandártungu (Gísli Gestsson). A ?nap showing distribution
of ruins at Sandártunga.
uppblásið og sandur yfir það fokið, svo það er nú allt graslaust
að kalla, nema ef vera kunna hæstu sandtorfur, sem þó eru í fjar-
lægð við bæjarstæðið“.
Jörðin var eign biskupsstólsins í Skálholti, en síðasti ábúandi
Eiríkur Ingimundarsonar. Um hann hefur Haraldur Pétursson veitt
eftirfarandi vitneskju.
,,Eiríkur Ingimundarson er sagt að síðastur hafi búið í Sandár-
tungu. Hann var fæddur um 1660, sonur Ingimundar Bjarnasonar
á Miðhúsum í Eystrihrepp. Eiríkur mun hafa byrjað búskap í Sandár-
tungu, en flutzt þaðan eftir eldgosið 1693 að Haga í Eystrihrepp.
Þar bjó hann að vísu 40 ár við góð efni og ætíð talinn í betri
bænda röð.
Eiríkur var tvíkvæntur, fyrri kona hans, Steinunn Halldórsdóttir,
ættuð úr Eystrihrepp, en seinni konan Guðný Þórðardóttir, ættuð af
Skeiðum. Við hvorugri konunni átti hann börn, svo að kunnugt sé.
Óskilgetin dóttir Eiríks við Guðrúnu Jónsdóttur, vinnukonu í Eystri-
hrepp, hét Lalía, fædd 1697. Lalía var hjá föður sínum í Haga 1703,
en hvergi finnst hennar getið síðan, hefur hún því eflaust dáið ung.