Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 108
110
Séð heim að Sandártungu og niður eftir dalnum. — View of Sandár-
■ tunga, loolcing down the valley. The ruins are being excavated.
Bróðir Eiríks í Haga var Halldór bóndi á Minna-Hofi í Eystrihrepp
(1703); hans synir: Lafranz bóndi í Háholti á Skeiðum og Jón bóndi
á Blesastöðum á Skeiðum (1729), fluttist um 1736 að Haga og tók
þar við búi af Eiríki föðurbróður sínum. Hjá honum mun Eiríkur hafa
látizt, nær áttræður. Meðal barna Jóns var Eiríkur. (Um Eirík í
Haga sjá annars sagnir Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi í Arbók
1884—85, bls. 56—57, og Huld V, Reykjavík 1895, bls. 32-39)“.
Sandártunga er neðarlega í Þjórsárdal, fyrir austan Sölmundar-
holt, og hefur bæjarstæði og rústum þar áður verið lýst í yfirlits-
grein Brynjólfs Jónssonar um Þjórsárdal.1 Sumarið 1949 voru
bæjarrústirnar allar grafnar upp, og unnu við það auk mín og Sig-
urðar Þórarinssonar, Gísli Gestsson og Odd Nordland frá Ósló. Lýs-
ingu Brynjólfs á rústunum virtist okkur ekki gott að samrýma því,
sem nú er að sjá á staðnum, og kann það að einhverju leyti að
stafa af því, að rústirnar eru nú meira blásnar en þær voru fyrir
65 árum. Bæjarrústir eru aðeins einar í Sandártungu, og mun bær-
inn alltaf hafa staðið á sama stað. Aðrar rústir eru af peningshús-
æawBy!"
1) Árbók 1884—85, bls. 54—55.