Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 113
115
Undir þessum bæjarrústum eru vafalaust aðrar eldri, enda ann-
að gólf að sjá 80 sm neðan við baðstofugólf. Mjög mikið verk væri
að rannsaka þessar leifar og vafamál, hvort nokkur árangur fengist.
Forngripir þeir, sem fundizt hafa í Sandártungu, eru hvorki margir
né merkir:
Gjarðarhringja úr kopar, 5,2 X 6,0 sm, mjög grönn.
Skeiía, hálf.
Brýni 4.
Koparnagli, innan í trékjarna.
Járnbrot 2, ósérkennileg.
Eirpjatla.
Kljásteinar 4 með náttúrlegum götum.
Sleggjuhausar 2 úr steini, hálfir.
Helmingur af kringlóttum steini grábleikum, hefur verið borað
vítt gat frá báðum hliðum, en steinninn þá brotnað. Hefur ef til vill
átt að vera hverfisteinn, sbr. Þjms. 711, 1199, 4591. — Fannst
á sandinum ekki allskammt frá bænum.
Smásteinar fjölmargir, margvíslega litir, vafalaust leikföng, enda
fundust þeir flestir í hrúgu í horninu á minnsta rúmstæðinu, í NA-
horni baðstofu.
Húsdýrabein mörg, sauðarleggir mergsognir o. fl., mest í úrgangs-
haug, sem lá yfir eldri húsrúst fyrir austan bæ. Beinin voru mjög
fúin.
Að lokinni rannsókn var mokað aftur ofan í bæjarrústirnar.
V i ð a u k i .
HEKLUGOSIÐ 1693 OG EYÐING BÆJARINS I
SANDÁRTUNGU
Eftir Sigurð Þórarinsson.
Eins og þegar er getið, lagðist bærinn Sandártunga í eyði af völd-
um Heklugossins 1693 og hefur ekki byggzt síðan. Það er því næsta
fróðlegt að athuga afstöðu vikurlagsins frá 1693 til bæjarrústanna
og bera saman við afstöðu ljósa vikurlagsins til rústanna í Stöng
og á Þórarinsstöðum.
Gosið 1693 var eitt af allra mestu vikurgosum Heklu, þeim er
sögur fara af. Má ráða það bæði af samtímaheimildum um gosið1