Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 119
121
hlíðinni, svo að mannvirki öll frá fornöld eru þar hulin undir hrauni,
margra metra þykku. Sama er að segja um bæina Tjaldastaði og
Ketilsstaði þar í nánd.
Kirkja hefur verið byggð í Skarði eigi síðar en á 12. öld að upp-
hafi og ef til vill ekki síðar en litlu fyrir eða eftir 1100. Get ég þess
til af því, að kirkjan var helguð Nikulási biskupi í Myra í Asíu. E.n
upp kom mikil helgi hans 1087 og þar á eftir víða um lönd.
Fyrir 1200 (1198) bjó í Skarði eystra prestur auðugur, Hallur
Þorsteinsson, og er eigi efamál, að þá hefur þar prestur verið. Þar
bjó þá líka Eyjólfur óði, bróðir Halls prests. Skarðið hefur þá verið
tvíbýlisjörð, þrátt fyrir önnur býli, sem þá hefur vafalaust verið búið
að byggja úr því landnámi og kringum það. En hvort afbýlin hafa
verið fleiri en þau tvö síðastnefndu, veit maður nú ekki, og ekki held-
ur stærð eða bæjatölu Skarðssóknar. Eigi virðist þó ólíklegt, að býlið
Selsund sé byggt út frá Skarði og hafi þar verið haft í seli á kjarn-
lendinu við lækinn, bak við og vestan til við fjallið. Bæjarnafnið
kann þá að hafa myndazt af selinu og sundi því, sem er milli fjalls-
ins og Norðurhraunsins. Norðurhraunið mun hafa runnið frá Heklu
miklu fyrr en Suður- eða Skarðshraunið, og þó líklega eftir landnám,
því að munnmæli hafa varðveitt nöfn þriggja bæja þar undir.
Lítið er kunnugt um aðra búendur í Skarði en bræðurna, sem
nefndir voru (Sturl. I og Fbrs. I, bls. 352). Síðar mun ég nefna hér
prestinn Einar Hafliðason, sem óvíst er, hvort bú hefur átt þar.
Máldagar. Til eru fjórir máldagar frá Skarði. Þann elzta taldi Jón
Sigurðsson frá 1209. Þá þegar á kirkjan hálft heimalandið, og helzt
það óbreytt í öllum máldögunum. Auk þess átti kirkjan 65 ær, eina
kú og ,,í búnaði sínum, í tjöldum og messufötum og klukkum og
kaleik og öllu hennar skrúði, því sem þarf að hafa“ að virðingarverði
til jafns við 40 hundr. álnir vaðmála, og þar að auki 1 pund af vaxi.
,,Þar skal vera prestur og djákni. En sá, er í Skarði býr, skal ábyrgj-
ast kirkju og fé hennar eftir því sem biskup vill“.
Næsti máldagi er tengdur við árið 1332. Kirkjan á þá 62 ær og
3 kýr, messuklæði þrenn, serk, stólu, höfuðlín, kantarakápur tvær,
font, kertastikur tvær og járnstiku, ,,tjöld umhverfis sig“, glóðarker
og eldbera, mundlaugar tvær, kirkjukolu, altarisklæði tvö og bríkar-
klæði sæmilegt, texta og kertisstikur fjórar (ritvilla fyrir klukkur,
sbr. 1391).
I þriðja máldaganum, frá 1367, er lítið sagt og ekkert nema hið
sama.
En loks er síðasti máldaginn 1397 með breytinguna: 66 ær og 5