Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 120
122 kýr og innan kirkju flest eins og 1332, nema tjöldin ,,um kór og hálfa framkirkju“. Svo og Maríuskriftir tvær, krossar þrír og klukk- ur fjórar. (Fbrs. I. 355, II. 693, III. 217, IV. 68). Breytingin mikla á síðasta máldaganum sannar, að hann sé rétt talinn Vilchins máldagi, en ekki afrit eldri máldaga. Og þar með er líka sýnt, að þá hefur jörðin ekki verið öldungis horfin undir hraun- flóð. Kirkjan átti enga jörð nema hálft Skarðið. Er því líklegt, að kirkjufénaður allur væri alinn heima. Hafi svo búandinn sjálfur átt eitthvað af málnytupeningi, að sjálfsögðu hross og að líkindum lömb, sauði og naut, þá mátti vera meira en albrunnir skógar og lítill skekkill eftir af beitar- og slægjulandi. Selið kann þá líka að hafa gert ómetanlegt gagn. EySing Sfearðs. Vegna þess, sem þegar er sagt, get ég ekki verið samdóma því, sem oft hefur verið álitið, að Skarð hafi horfið undir hraun árið 1389—90. Nú síðast kemur sú skoðun fram í ágætri rit- gerð um Heklu (Árbók Ferðafél. 1946, bls. 32, 80 og 143). Vil eg því enn eyða hér um nokkrum orðum. Fljótt mun Skarð hafa fengið skrámur af Heklu, svo nærri sem það var henni. Eigi mun þó orð á því gert í annálum fyrr en í gosinu mikla 1300. Hrundi þá bærinn í Skarði í landskjálfta á 6. nótt jóla, nærri misseri eftir upp- haf gossins. „Mikill málmpottur" (kirkjuklukka) barðist svo við ræfrin, að hann brotnaði, og kistur tvær mölbrotnuðu (aðrir telja þær í Næfurholti). Annað voðagosið kom 1341.1 Sumir annálar telja gosið svo mikið 1389—90, að þá hafi Skarð eyðilagzt algjör- lega. Einkennilegt er þó, að séra Jón Egilsson nefnir ekki gos þetta í Biskupaannál sínum. Segir hann þó öfgar miklar frá gosum síðar. En Flateyjarannáll telur undur mikil í síðast nefndu gosi, og að þá hafi komið upp ,,tvö fjöll“ í skóginum litlu fyrir ofan Skarð. — Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur heldur þó, að það hafi ekki verið meiri fjöll en Vondu- eða Rauðubjallar. Og eru þeir langt (nærri 5 km) frá Skarðsbæjarstæðinu fyrrnefnda. Þótt sami annáll segi, að tekið hafi af 2 bæi, Skarð og Tjaldastaði ,,af bruna“, þá er ekki þar með sagt, að hraun hafi runnið yfir bæina. Skógurinn gat sviðnað og jarðirnar spillzt svo, að ,,bæina tæki af“, eða m. ö. o. 1) Annálum verður fjasgjarnt um öskufall og nautadauða í gosi þessu og Lögmannsannáll segir: „........sauðfé og nautfénaður dó mest um Rangárvöllu og eyddi nálega 5 hreppa“. — Að nautum og sauðum, en ekki jörðum — eins og sumir skilja það — hlýtur þetta að merkja hér (Ferða- bók Þorv. Thoroddsen II, bls. 167—69).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.