Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 124
126
II. EYÐING ÞJÓRSÁRDALS
Mikið hefur verið ritað um byggð og eyðingu Þjórsárdals. Það,
sem ég hefi séð og lesið, ætla ég eigi að telja upp eða gera við það
út af fyrir sig neinar sérstakar athugasemdir, heldur aðeins geta um
hugboð mitt um þetta efni í höfuðdráttum. Brynjólfur Jónsson forn-
fræðingur hefur í grein ágætri í Árbók fornleifafél. (1884—5) lýst
hugmynd manna um gjöreyðingu Þjórsárdals á einum morgni af
jarðeldi úr Rauðukömbum, þar í dalbrúninni. Þar með átti dalur-
inn allur að verða eitt eldhaf og ekki aðeins bújarðir og bæir að
eyðast, heldur líka fólkið allt og búpeningur verða eldinum að bráð
í einni svipan, nema einni smalastúlku og hesti þeim, sem hún reið
burt í dauðans ofboði.
En Þorvaldur Thoroddsen hefur kveðið rækilega niður þessa grillu
annálanna um eldgos úr Rauðukömbum (Ferðabók II, 164—70).
Getur hann þess þar líka, að hvítur vikur hafi aldrei komið í Heklu-
gosum, og muni hvíti vikurinn í Þjórsárdalnum kominn austan af
Landmannaafrétti, frá einhverju líparítgosi þar. Virðist mér þetta
eitt af merkilegustu rannsóknarefnum ungra jarðfræðinga, eigi sízt
dr. Sigurðar Þórarinssonar, sem nú þegar hefur gert mjög merkar
vikurlagarannsóknir (ásamt Hákoni skógræktarstjóra) og lýst þeim
í doktorsritgjörð sinni.1
Margt má lesa og læra af vikur- og öskulögunum í jarðvegi víðs-
vegar, ef full vissa getur fengizt um það, hvar þau hafa komið upp
og á hvaða tíma. Yrði það m. a. mikil stoð við ákvörðun þess, hve-
nær býli hafa verið byggð í fyrstu, og hvenær sum þeirra hafa eyði-
lagzt. Trúleg þykir mér sú ályktun Sigurðar Þórarinssonar, að efra
hvíta vikurlagið, sem sýnt er í nefndum bókum og merkt með töl-
unni VI, og mest er af í húsatóftum Stangar í Þjórsárdal, sé írá
Heklugosinu 1300. Mikið er af hvítum vikri eða hvítleitum allt út
að Heiði á Rangárvöllum, bæði jarðlögum og ofan á hrauni og sandi
milli gamla Steinkross og Rangár ytri, stærri molar eftir því sem
nær er Heklu, svo að ekki er ólíklegt, að hann hafi komið þangað
í einhverju Heklugosinu. En hina skoðun dr. Sigurðar: að megin-
hluti Þjórsárdals hafi eyðilagzt í gosi þessu, get ég ekki samþykkt
að svo komnu. Styðja þá efagirni mína þrjár orsakir, er ég nú skal
greina:
1) Tefrokronologiska studier pá Island, Kmh. 1944. Svo og í margfróð-
legu bókinni um rannsóknir í Þjórsárdalnum 1939. Foi'ntida gárdar i
Island, Kmh. 1943.