Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 125
127
1. Lærðir menn og sögufróðir (J. S. í Fbrs. I. 246, Þ. Th. o. fl.
síðan), telja víst, að séra Einar Hafliðason hafi ritað annál þann,
er síðar var nefndur Lögmannsannáll. Annáll sá og aðrir eftir hon-
um lýsa bezt undrum þeim, sem á gengu í Heklugosinu 1300. Gera
þeir allir mikið úr öskufallinu og afleiðingum þess, einkum á Norður-
landi. Nú var Einar Hafliðason að vísu norðlendingur, sonur Hafliða
prests á Breiðabólstað í Vesturhópi og f. 1307, en d. 1393. (Bisks.
I. bls. LXXXVII—XC). Frá 10 ára aldri var hann uppeldissveinn
og trúnaðarmaður Laurentiusar biskups á Hólum og skrifaði sögu
hans. Varð líka prófastur, ráðsmaður og officialis stólsins síðar. En
sökum veikinda og andláts Laurentiusar biskups, fór Einar suður í
Skálholt til prestsvígslu 1331, og er svo sagt, að hann yrði þá prest-
ur í Skarði eystra í 3 ár, unz hann fór norður aftur. Sé það rétt, má
geta nærri, að hann hafi haft sannar sagnir af mönnum þar í nánd,
um afleiðingar af því gosi (1300), er þeir höfðu heyrt og séð þá
fyrir 30 árum. Og þar að auki voru einatt ferðir og auðveld kynni
milli biskupsstólanna. Á betri heimild frá gosinu 1300 verður því
varla kosið en frá séra Einari. En í annálum nefnir hann ekki annað
bæjatjón eða húsa en það, að brunnið hafi þök af húsum í Nœfur-
holti. Torfþekjur að sjálfsögðu, þar sem grasið hefur sviðnað undan
heitum vikrinum. Er nú líklegt, að séra Einar hefði þagað um það,
ef bæir margir og bújarðir í Þjórsárdal hefðu eyðilagzt í gosi þessu?
Einnig er það eftirtektarvert, að séra Jón Egilsson, þótt löngu síðar
sé, nefnir eklci einu sinni gos þetta í Biskupaannál sínum, svo mikið
sem hann gjörir þó úr fyrrnefndu gosi.
2. Eftir þeim góðu og glöggu uppdráttum af vikurlögum, ösku og
jarðlögum frá Þjórsárdal, í bókinni „Forntida gárdar“, virðist mér
hvíta vikurlagið (VI) fyrirferðarlítið, nema þar sem mest hefur fokið
í skjólin. Og þykku jarðlögin á gólfinu í Skallakoti og Stórhóls-
hlíð, undir þessu vikurlagi, benda á eyðing býla þeirra löngu áður.
Þótt einhver hús kynnu að hafa verið rofin meðan gosið hélzt og eitt-
hvað af þekjupörtum eða úr torfveggjum hefði dottið inn í tóftina,
ætti þess lítið eða ekki að gæta í miðju húsi, undir vikrinum. En á
húsum, er staðið hefðu um allt vikurdrifið væn emungis um aðfok
að ræða í rústirnar og þá helzt, ef þau hefðu verið rofin litlu síðar.
3. Jarðirnar gömlu í Þjórsárdalnum eru talsvert fjær Heklu en
næstu jarðir við hana á Landinu og á Rangárvöllum, en líka nær
en sumar þeirra, sem í eyði hafa farið. Og alltaf hef ég hugsað Dal-
jarðirnar háðar sömu hættu frá Heklu, sama áfelli og afdrifum sem
aðrar slíkar jarðir: Ein og ein jörð eða íáar í scnn lagzt í eyði, og sum-