Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 127
HRINGUR MEÐ NÖFNUM AUSTUR-
VEGSVITRINGA
Eftir Kristján Eldjárn.
í bók Gutorms Gjessings, Trœn-funnene, útg. af Instituttet for sam-
menlignende kulturforskning, Oslo 1943, á Oluf Kolsrud sérstakan
þátt með fyrirsögninni Gullringen fraa Trœna, bls. 167 o. áfr. Þátt-
urinn er um gullhring, sem fannst sumarið 1938 á Sanda, einni af
Træn-eyjunum (Þriðnum) í Luröy sókn í Norður-Noregi. Innan í
hring þennan er grafin áletrunin buro berto beriora með latneskum
smáletursstöfum, sem benda til fyrra helmings 15. aldar. Orðin eru
töfraorð, sem kunn eru af mörgum miðaldaheimildum. Margar töfra-
klausur eru hliðstæðar þessari, marklaus tilbúin orð, endurtekin hvað
eftir annað með dálitlum tilbreytingum. Þessi áletrun hefur m. a.
verið algeng á fingurgullum. Kolsrud þekkir þó ekki nema þetta eina
dæmi frá Noregi, en í Danmörku veit hann um fjögur og í Svíþjóð
um sjö. Allir eru þessir hringar frá seinni hluta miðalda, Træna-hring-
urinn sennilega frá fyrra hluta 15. aldar.
Áletranir eru innan í þessum hringum, en á einum þeirra sænsku
er einnig áletrun utan á: iaspar melchior baltasar, og stytting þessara
nafna kemur einnig fyrir á eftir áletruninni á einum danska hringn-
um. Þetta eru nöfn vitringanna úr Austurlöndum, þeirra er hylltu
Krist nýfæddan (Matth. 2, 12). En þess eru einnig dæmi, að nöfn
þeirra standi ein sér á fingurgullum, sem fundizt hafa á Norður-
löndum. Kolsrud telur upp fimm norska miðaldahringa með þess-
um nöfnum, og margir segir hann, að hafi fundizt í Svíþjóð. Nöfn
hinna austrænu vitringa, sem komust til mikils vegs með kaþólskum
þjóðum á síðmiðöldum, ekki sízt í Vestur- og Norður-Evrópu, gegna
á þessum hringum sama hlutverki og töfraorðin. Þau áttu að gæða
hringinn verndarkrafti og bægja frá eiganda hans eða beranda villu
og margs konar fári, enda sjást þau bæði í lækningabókum og galdra-
ritum frá miðöldum.