Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 130
LEIÐRÉTTINGAR
OG VIÐAUKAR VIÐ GREINAR I ÁRBÓK 1943—48
1. Eyðibyggð á Hrunamannaaírétti.
Leiðrétting: Á bls. 11 Tröllhettur les Jarlhettur.
Viðauki: I júlí 1949 kom ég að Jaðri í Hrunamannahreppi, rétt
eftir að Árbók 1943—48 kom út með greininni um Þórarinsstaði.
Húsfreyja á Jaðri, kona Guðna Jónssonar, er var fylgdarmaður okk-
ar að Þórarinsstöðum 1945, sagði mér þá, að hún hefði riðið upp
að Þórarinsstöðum um hálfum mánuði eftir að við fórum þaðan.
Kvaðst hún hafa fundið í uppmokstrinum tvo smáhluti, sem hún af-
henti mér (komu til safnsins 25.7.’49). Annar er lítil og ómerk járn-
lykkja, en hinn 3,8 sm langt og 2,2 sm breitt brot af efri skel kúptrar
bronsncelu af gerðinni Rygh 652 og 654. Afbrigðið, sem um er að
ræða, virðist vera: Jan Petersen: Vikingetidens smykker, mynd 51 b,
og er það algengasta afbrigðið. Nælur af þessari gerð eru afdráttar-
laust taldar frá 10. öld, enda hvarvetna í fornleifafundum hið óbrigð-
ulasta víkingaaldareinkenni. Að sinni skal þó ekki dómur á það lagð-
ur, hve miklu þessi fundur orkar til að breyta þeirri tímasetningu
Þórarinsstaða, sem fram er haldið í síðustu Árbók. K. E.