Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 131
133
2. HafurbjarnarstaSir.
Ég þykist nú sjá, að ég hef ekki lýst nógu nákvæmlega kambin-
um úr 3. kumli á Hafurbjarnarstöðum, Árbók 1943—48, bls. 115.
Kamburinn er að vísu í brotum, en gerðin er samt mjög augljós.
Bakið er bogadregið og hök upp af báðum endum. Okarnir eru næst
tönnunum hvelfdir með strikum til skrauts, en næst baki þunnir og
flatir, gegnskornir að endilöngu með röð af aflöngum, sporöskjulög-
uðum götum, en undir okunum báðum hafa verið örþunnar brons-
plötur, sem enn er eftir 7 mm langur bútur af á einum stað, en allt
bak kambsins er grænlitað undan þessum plötum. Okar, plötur og
bak er fest saman með járnnöglum.
Tækni sú, sem hér er notuð, að láta fagran málm skína gegnum
gagnskorið munstur, er þekkt á miðaldakömbum frá Noregi, sjá
S. Grieg: Middelalderske byfund, bls. 223—24, 181. mynd, tafl-
manni frá Þýzkubryggju í Bergen og miðaldaskríni frá York í Eng-
landi, en ekki er mér kunnugt um, að bún sé áður þekkt í víkinga-
aldarfundum. K. E.