Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sína. Húsið hefur verið alveg við gamla veginn og vitað við áttum
eins og kirkja. Mætti hugsa sér, að kapellan hafi verið reist þarna
um leið og vegurinn var gerður yfir nýja hraunið, sem þvergirti fyrir
leið manna suður með sjó. Eflaust hafa þau tíðindi þótt mikil og ill
og ekki hættulaust að ryðja veginn og fara hraunið, meðan það var
nýrunnið. Gat hætta sú og óhugnaður, sem hrauninu fylgdi, verið
ástæða þess, að kapella var reist einmitt þarna. Stoðar þó að vísu lítt
að gizka á slíkt, en hitt má vera því nær víst, að hús þetta hafi í raun
og veru verið kapella, eins og nafn þess bendir til.
Líkneski Barböru er af þeirri tegund smálíkneskja, sem menn
báru á sér sem verndargripi. Dýrkun heilagrar Barböru meyjar hef-
ur sjálfsagt verið allmikil hér á landi eins og annars staðar. Þó var
hún ekki nafndýrlingur neinnar kirkju hér á landi, en meðal verndar -
dýrlinga tveggja, kirknanna í Reykholti og Haukadal.1) Barböru-
líkneski áttu að minnsta kosti fjórar kirkjur, í Reykholti, Vestmanna-
eyjum, Holti í Saurbæ (Stórholti) og Möðruvöllum í Eyjafirði.
Myndir af Barböru hafa auk þessa auðvitað verið á mörgum kirkju-
gripum, svo sem altaristöflum og skrúða, og má nefna sem dæmi
þess saumaða mynd á kórkápu Jóns Arasonar,2) Barbörumyndir á
útskornum altaristöflum frá Reykholti og Síðumúla (Þjms. 4333 og
2134 — 38) og á sjálfri stóru altaristöflunni í Hólakirkju, en fleira
mætti sjálfsagt nefna. Á töflum þessum er Barbara aðeins ein í hópi
margra dýrlinga. Menn hafa þannig haft mörg tækifæri til þess að
skoða myndir Barböru hér á landi á miðöldum. Auk þess var helgi-
sagan um hana snemma þýdd á norrænu, og er þess getið, að Möðru-
vallaklaustur í Hörgárdal ætti slíkt handrit 1461.3) Út af þeirri sögu
hefur svo Barbörudiktur verið ortur.4)
Barbörumyndin í Kapeliunni er vitanlega ekki full sönnun þess,
að rúst þessi hafi í raun og veru verið kapella á kaþólskum tíma. En
hún bendir þó til þess, að menn hafi haft þar tilbeiðslu um hönd
öðrum stöðum fremur. Ef til vill bendir raftölubrotið í sömu átt,
gæti verið af talnabandi. Á Barböru var gott að heita í háska af eldi,
húsbruna, sprengingum og þess háttar; því er hún og verndar-
1) ísl. fornbréfasafn I, 477 — 78, II, 667.
2) Sbr. Árbók 1911, bls. 45-46.
3) Isl. fornbréfasafn Y, 289. Barbare saga er pr. í Heilagra manna sögum I,
153 — 57 (útg. C. R. Unger, Chria 1877).
4) Barbárudiktur, íslenzk miðaldakvæði II, bls. 330 o. áfr. (útg. Jóns Helga-
sonar Kbh. 1938).