Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bæði úr járni og látúni, fundust einnig annars staðar í tóftinni. Járn
fannst t. d. alveg niðri við gólf frammi við dyr, silfurhnappurinn
(nr. 50) fannst milli smásteinanna í dyrastéttinni, áður er sagt frá
einni látúnsplötunni, sem fannst á 45 sm dýpi inni við gafl. Pening-
urinn var inni undir gafli, ekki alveg niðri við gólf.
Það vekur mikla undrun að finna svo marga hluti samankomna í
þessari litlu húsrúst. Áður en reynt er að gera sér grein fyrir eðli
hennar, verður því að athuga þá nokkru nánar, ef ske kynni, að hægt
væri að draga fram hliðstæður, sem vörpuðu einhverju ljósi á þá eða
þeir sem heild gætu gefið skýringu á húsinu sjálfu.
Látúnsplötur. Mest ber á hinum næfurþunnu látúnsplötum (nr.
1 — 36). Allar eru þær gerðar á sama hátt, allar stappaðar, en ekki
drifnar, allar óvandaðar og ekki mikils virði frá listrænu sjónarmiði.
Málmsmiðir miðalda kunnu mæta vel að stappa málm á þennan hátt.
Saxneskur munkur, Rogerus von Helmershausen eða Theophiius Pres-
byter, sem talinn er hafa verið uppi um 1100, hefur skrifað bók, sem
er eins konar handbók listiðnarmanna, Schedula diversarum arti-
um, og er hún hin ágætasta heimild um þessa tækni eins og aðra
tækni miðaldamanna.1) Þegar drífa skyldi, átti að hamra málminn
mjög þunnan, svo að markaði fyrir, ef nögl var drepið létt á hann,
en jafnvel enn þynnri, ef stappa átti í stað þess að drífa. Fyrst var
mót þess (stanza), er pressa skyldi, grafið í málm, t. d. kopar, hin
næfurþunna málmþynna síðan lögð yfir mótið og loks blýlag þar
ofan á. Síðan var blýið slegið með hamri, svo að það þrýsti málm-
þynnunni ofan í mótið, og var um að gera að hamra eða stappa vand-
lega, svo að allar línur og öl'l smáatriði mynztursins kæmu sem skýr-
ast fram á málmþynnunni. Að lokum var svo hluturinn klipptur út
úr þynnunni við brúnir. Á þennan hátt eru allar plöturnar frá Grinda-
vík áreiðanlega gerðar, óvönduð fjöldaframleiðsla úr ódýru efni.
Þegar rannsóknin var gerð, var engin plata eins og Grindavlkur-
plöturnar til á Þjóðminjasafninu. En við rannsóknirnar í grunni
Skálholtskirkju seinna sama sumar fannst ein alveg sams konar
plata. Hún er ferskeytt, I,4x2,l sm að stærð, með hjarta á langveg-
inn og perlubekkjum báðum megin við, tvö göt til festingar. Vegna
hjartans má bera þessa plötu saman við nr. 25 frá Grindavík, þótt
J) Rit Theophilusar hefur verið gefið út af Albert Ilg í Quellenschriften fiir
Kunstgeschichte VII, Wien 1874. Mjög víða er til hans vitnað um þá tækni, sem
hér er nefnd, t. d. Thor Kielland, Norsk gullsmedkunst i middelalderen, Oslo
1927, bls. 33 — 34, og Poul Nþrlund, Gyldne altre, Kbh. 1926, bls. 24.