Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 22
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS bæði úr járni og látúni, fundust einnig annars staðar í tóftinni. Járn fannst t. d. alveg niðri við gólf frammi við dyr, silfurhnappurinn (nr. 50) fannst milli smásteinanna í dyrastéttinni, áður er sagt frá einni látúnsplötunni, sem fannst á 45 sm dýpi inni við gafl. Pening- urinn var inni undir gafli, ekki alveg niðri við gólf. Það vekur mikla undrun að finna svo marga hluti samankomna í þessari litlu húsrúst. Áður en reynt er að gera sér grein fyrir eðli hennar, verður því að athuga þá nokkru nánar, ef ske kynni, að hægt væri að draga fram hliðstæður, sem vörpuðu einhverju ljósi á þá eða þeir sem heild gætu gefið skýringu á húsinu sjálfu. Látúnsplötur. Mest ber á hinum næfurþunnu látúnsplötum (nr. 1 — 36). Allar eru þær gerðar á sama hátt, allar stappaðar, en ekki drifnar, allar óvandaðar og ekki mikils virði frá listrænu sjónarmiði. Málmsmiðir miðalda kunnu mæta vel að stappa málm á þennan hátt. Saxneskur munkur, Rogerus von Helmershausen eða Theophiius Pres- byter, sem talinn er hafa verið uppi um 1100, hefur skrifað bók, sem er eins konar handbók listiðnarmanna, Schedula diversarum arti- um, og er hún hin ágætasta heimild um þessa tækni eins og aðra tækni miðaldamanna.1) Þegar drífa skyldi, átti að hamra málminn mjög þunnan, svo að markaði fyrir, ef nögl var drepið létt á hann, en jafnvel enn þynnri, ef stappa átti í stað þess að drífa. Fyrst var mót þess (stanza), er pressa skyldi, grafið í málm, t. d. kopar, hin næfurþunna málmþynna síðan lögð yfir mótið og loks blýlag þar ofan á. Síðan var blýið slegið með hamri, svo að það þrýsti málm- þynnunni ofan í mótið, og var um að gera að hamra eða stappa vand- lega, svo að allar línur og öl'l smáatriði mynztursins kæmu sem skýr- ast fram á málmþynnunni. Að lokum var svo hluturinn klipptur út úr þynnunni við brúnir. Á þennan hátt eru allar plöturnar frá Grinda- vík áreiðanlega gerðar, óvönduð fjöldaframleiðsla úr ódýru efni. Þegar rannsóknin var gerð, var engin plata eins og Grindavlkur- plöturnar til á Þjóðminjasafninu. En við rannsóknirnar í grunni Skálholtskirkju seinna sama sumar fannst ein alveg sams konar plata. Hún er ferskeytt, I,4x2,l sm að stærð, með hjarta á langveg- inn og perlubekkjum báðum megin við, tvö göt til festingar. Vegna hjartans má bera þessa plötu saman við nr. 25 frá Grindavík, þótt J) Rit Theophilusar hefur verið gefið út af Albert Ilg í Quellenschriften fiir Kunstgeschichte VII, Wien 1874. Mjög víða er til hans vitnað um þá tækni, sem hér er nefnd, t. d. Thor Kielland, Norsk gullsmedkunst i middelalderen, Oslo 1927, bls. 33 — 34, og Poul Nþrlund, Gyldne altre, Kbh. 1926, bls. 24.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.