Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 23
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
27
ekki séu þessar plötur eins í 'laginu. En platan frá Skálholti er sem
sagt alveg sömu tegundar og hinar. Hún fannst í suðurstúku dóm-
kirkjunnar, enda sjálfsagt frá miðöldum.
Ekki hefur gengið greiðlega að finna alveg sambærilega hluti í
söfnum erlendis. Plötur sem þessar eru svo lítiif jörlegar, að menn
færa þær yfirleitt ekki söfnum, þótt þeir finni þær, nema ef vísinda-
menn finna þær við rannsóknir. Nokkra fundi má þó nefna. Þar sem
Hamarkaupangur var fyrrum við Mjörs á Heiðmörk hefur fundizt
ýmislegt smádót, sumt sennilega frá málmsmiðsverkstæði, og minnir
margt af því ekki lítið á Grindavíkurfundinn yfirleitt.1) Þó er sann-
ast sagna, að ekkert er þar, sem er eins og hinar þunnu stöppuðu
látúnsplötur. Slíkar plötur hafa hins vegar fundizt í nokkrum mið-
aldafjársjóðum, sem á sínum tíma hafa verið fólgnir í jörðu í Dan-
mörku og víðar, raunar þá úr dýrum málmum. Hinn stærsti þessara
sjóða fannst í Smedegade í Slagelse, talinn frá um 1385, því miður
enn óútgefinn. Nokkra þýzka fundi með stöppuðum plötum hefur
mér einnig verið bent á, en ekki heldur er hægt að vitna til rita um
þá.2) Fyrirspurnir mínar um slíkar plötur á Englandi hafa ekki enn
borið neinn árangur. Þegar á allt er litið, hefur mér ekki tekizt að
hafa upp á nákvæmum erlendum hliðstæðum við Grindavíkurplöt-
urnar. Sennilega mun maður þó einhvern tíma rekast á þær.
Þó að svo lítið fari fyrir plötum sem þessum í fornfræðaritum, er
með öllu ljóst, til hvers þær voru notaðar. Allar hafa þær verið ætl-
aðar til að festa á klæðnað, líklega einkum kvenfatnað. Um 1300 varð
aigengt að sauma gull- og silfurplötur eða jafnvel peninga á föt, en
alþýða manna hefur þó orðið að bjargast við ódýrari efni.3) Hvað
eftir annað leggja konungar bann við þessu óhófi. Réttarbót Hákonar
konungs Magnússonar frá 21. okt. 1314 er fróðleg um þetta efni:
„Yér höfum undirstaðið um klæðaskurði og breytni þá, sem menn
gera og hafa á klæðum sínum og menn dirfast í landinu móti vorum
vilja og sjálfra sinna þarfinda, að það er meir gjört til kostnaðar og
U Ég þakka safnvörðunum Mörtu Hoffmann við Norslc folkemuseum og
T. Bleken-Nielsen við Heiðmerkursafnið á Hamri fyrir svör við fyrirspurnum
mínum um þessi efni í Noregi. Sjá Sigurd Grieg, Byfunnene pá Stor-Hamar.
Hedmarksmuseet og Domkirkeodden, Arsmelding 1939 — 41, bls. 3 o. áfr.
2) Tage E. Christiansen, safnvörður í Kaupmannahöfn, hefur skýrt mér frá
þessum fundum öllum, og kann ég honum þakkir.
3) Sjá t. d. Poul Nþrlund, Klædedragt i Oldtid og Middelalder, Nord. Kult.
XV:B, bls. 68.