Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 25
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG 29 staklega, nr. 30. Það er hátt hvelfd doppa, sem ekkert á skylt við klæða- og beltisplötur. Sennilega er þessi doppa ekki annað en þak á naglahaus, því að algengt var að skreyta þannig nagla, sem mikið bar á, t. d. við söðlasmíði. Doppan er þó einkum fróðleg fyrir það, að hún virðist ekki fullsmíðuð, eftir hefur verið að klippa hana fylli- lega út úr þeirri plötu, sem hún var stöppuð úr, svo að f jögur misjöfn og ólöguleg horn standa sitt á hvað út frá grunninum. Er vert að hafa þetta í huga, þegar dæma skal um eðli hússins. Látúnssylgja. Hringbrotin tvö, nr. 37, held ég að séu áreiðanlega úr sylgju (hringnælu), sem gerð hefur verið þannig, að þessi drifni eða stappaði hringur hefur verið kveiktur ofan á sterkara undirlag. Á hringnælunni hefur sennilega verið upphafið á Maríubæninni, Ave Maria. Þennan hlut má bera saman við nokkrar miðaldasylgjur í Þjóðminjasafninu, Þjms. 198, 601, 752, 2037, 2684, 2708, 3464, 4400, 4593, 4971, 7713, 9047, 10899, 13362. Ýmsar af þessum nælum eru með breiðum hring og Ietri, þó nokkrar einmitt með Maríubæninni.1) Skylt er að geta þess, að þessar hringnælur eru allar steyptar og með gröfnu skrauti og letri, engin er drifin eða stöppuð, og hefur Grinda- víkurnælan sérstöðu meðal þessara nælna að því leyti. Þó held ég, að með réttu megi telja hlut þennan í þessum flokki. Milla, nr. 38. Ég kalla þennan hlut millu, þó að vafasamt sé, hvort sú nafngift er réttmæt. En á klæðum mun þessi lykkja þó hafa verið. Húnn af hnífskafti, nr. 44. Enginn vafi er á, að þessi hlutur er rétt skilgreindur. Sams konar er þekkt í útlöndum, og hér á landi hafa þrír slíkir húnar fundizt í jörðu, Þjm. 36, 7516, 7832, og einn heill hnífur, Þjms. 5359, en á honum er þó húnninn ekki alveg eins og hinir, heldur aðeins með einu gati. Greinilega er hann þó teljandi til þeirra. Matthías Þórðarson telur hníf þennan þýzkan eða enskan, varla eldri en frá 14. öld. Um Grindavíkurhúninn er það að athuga, að hann virðist ekki vera fullsmíðaður, lögun hans er mótuð í aðal- atriðum, en eftir að sverfa og fægja. í samanburði við hina virðist hann greinilega ófullgerður, enginn smiður hefði látið svo hálfkarað verk frá sér. Títuprjónar, nr. 45—46. Títuprjónarnir eru báðir af alþekktri miðaldagerð, hausinn myndaður með því að vefja vír af sömu teg- und og prjónninn sjálfur er gerður úr um efri enda. Á Þjóðminja- J) Sbr. Matthías Þórðarson, Málmsmíði fyrr á tímum. Iðnsaga íslands II, bls. 276—77.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.