Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 33
MANNAMYNDADEILD ÞJÓÐMINJASAFNSINS 87 af þeim og hengja upp í kirkjunni. Þá voru og nokkrar teikningar eftir Sæmund Hólm, Sigurð Guðmundsson málara o. fl. Á árinu bætt- ust svo fleiri myndir við, fiestar steinprentaðar eða gerðar eftir eldri myndum, svo að í lok ársins voru komnar 72 myndir á skrá. Um leið og söfnunin var hafin, voru send út allmörg bréf til ýmissa manna og þeir beðnir að styðja söfnunina og senda myndir. Þetta virðist hafa borið nokkurn árangur. En upp frá þessu eru það mest ljósmyndir, sem borizt hafa, og hafa þær yfirleitt verið gefnar safn- inu, og margt hefur komið frá dánarbúum, sem erfingjar hafa af- hent. Auk þess.hefur Þjóðminjasafnið keypt talsvert af mannamynd- um, einkum gamlar málaðar og teiknaðar myndir, og þá um leið vafa- laust forðað mörgu frá að ónýtast eða týnast. Söfnuninni hefur verið haldið áfram jafnt og þétt frá ári til árs með þeim árangri, að í árslok 1954 voru 20947 myndir komnar á skrá, og hefur verið.gerð sérstök spjaldskrá með nöfnum yfir þær. — Eins og áður er sagt eru í safninu málaðar, teiknaðar og steinprentaðar myndir, en ljósmyndir þó langflestar. Venjulegum prentmyndum af mönnum hefur ekki verið safnað reglulega, en allmargar góðar prent- myndir hafa þó slæðzt með í safnið einkum nú hin síðustu ár. Þá eru og nokkrar höggmyndir, bæði brjóstmyndir og lágmyndir af þekkt- um mönnum. í ofannefndri tölu eru ekki innifaldir nokkrir minni hópar af mynd- um tilheyrandi sérsöfnum, eins og Minjasafni Jóns Sigurðssonar, Tryggva Gunnarssonar, Þorvalds Thoroddsens og frú önnu Stephen- sen. Aftur á móti eru þar skráðar og meðtaldar allmargar ljósmynda- plötur, sem Þjms. hafa áskotnazt, t. d. talsvert af ómerktum plötum teknum af Pétri Brynjólfssyni, Jóni Dahlmann o. fl. ljósmyndurum, sem skráðar hafa verið í safnið jafnóðum og hægt hefur verið að ganga úr skugga um, af hverjum þær eru. En langflestar ljósmynda- plötur, sem skráðar eru í þessu safni, eru frá Sigfúsi Eymundsen og Nicoline Weyvadt. Sigfús Eymundsen (1837 — 1911) mun fyrstur manna hafa sto|n- að og rekið ljósmyndastofu hér í Reykjavík, eða frá 1866 og til dauða- dags.1) Hvenær plötusafn hans komst í eigu Þjms., verður nú ekki séð, en líklega hefur það ekki verið löngu eftir dauða hans. Sá galli !) Ljósmyndagerð hér á landi mun hafa verið lítt eða ekki þekkt þar til um 1860. Talið er, að sira Helgi Sigurðsson á Melum í Melasveit og Tryggvi Gunn- arsson, síðar bankastjóri, hafi verið einna fyrstir til að taka ljósmyndir hér.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.