Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 41
EYÐIBÝLI 1 HELGAFELLSSVEIT 45 1. Hella í Kársstaðadal (nú nefndur Kársstaðabotn). í Eyrbygg'ja sögu er bærinn á Hellu nefndur í sambandi við tarf- inn Glæsi og Glæsiskeldu. Býli þetta hefur vafalaust byggzt af ein- um skipverja Geirröðar á Eyri. Það stendur skammt austur frá Ör- lygsstaðaá, gegnt Örlygsstöðum. í túninu er hellir, sem bærinn hefur dregið nafn af, sem nú er nefndur Örlygsstaðahellir. Sumt bendir til þess, að byggð hafi haldizt þar alllengi, þó saga þess sé gleymd. Óglöggt sér þar fyrir bæjarrústum, sem stafar af því, að upp úr þeim hefur síðar verið byggður stekkur eða fjárrétt frá Örlygsstöð- um. Túnið hefur verið allstórt, miðað við þá tíma. Það hefur verið girt mjög öflugum torfgarði, sem enn sjást glögg merki til. Skammt sunnan við túnið, í fögrum hvammi, er örnefnið Akranes, og talar það sínu máli. Hella hefur verið lítið býli, en þó unaðslegt að ýmsu leyti. Bærinn stóð á fögrum stað fyrir miðjum Kársstaðadal. Um- hverfis dalinn er stórbrotinn fjallahringur, sem myndast af Narf- eyrarfjalli og Kársstaðahálsi að austan, Ljósufjöllum að sunnan og Úlfarsfelli og Úlfarsfellshálsi að vestan. Engi slétt og frjósamt ligg- ur norður frá túninu allt til sjávar, þar sem botn Álftafjarðar skerst frá norðri inn á milli hárra og hrikalegra fjalla. Upp frá enginu hefur þá tekið við skóglendi upp í miðjar hlíðar. Þá tók við kostaríkt afréttarland suður í Ljósufjöllin. Silungsveiði í ám og síkjum hefur verið árviss á fyrstu öldum byggðar. Svo hefur og hér verið til skamms tíma. Hér syngja svanir árið um kring, þegar fjörðurinn er íslaus, og á sumrum má heyra unaðslegan samkór svana og sumar- fugla. Mun ekki viðhorf við fyrstu sýn og eins konar skyldleiki Kárs- staðadals og hinna þröngu fjarða og dala Noregs hafa heillað huga landnemanna til þess að hefja svo mikið þéttbýli hér, sem raun varð á? I jarðabók Árna Magnússonar um 1702 er Hellu getið sem eyði- býlis, er með engu móti kunni aftur að byggjast vegna landþrengsla. 2. Bólstaður í Álftafirði. Arnkell goði hefur vafalaust byggt fyrstur bæ á Bólstað. Er lík- legt, að hann hafi fengið landið hjá föður sínum, Þórólfi bægifót, eftir að hann tók löndin umhverfis Úlfarsfell af Úlfari kappa um eða eftir miðja 10. öld. Ekki er vitað til, að byggð hafi haldizt á Ból- stað eftir fráfall Arnkels goða. Þess sjást því lítil merki við fyrstu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.