Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 42
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sýn, að þar hafi mikill höfðingi alið aldur sinn. Þó höfðu jafnan hald- izt munnmæli um, hvar bær Arnkels hefði staðið. Með ítarlegri rann- sókn og uppgrefti hefur nú fengizt staðfesting á sannleiksgildi þeirra munnmæla.1) Bær Arnkels goða hefur staðið á vestari bakka Úlfarsfellsár, eins og hún rennur nú. En í tíð Arnkels mun áin hafa runnið lítinn spöl fyrir vestan bæinn. Þar sér enn fyrir fornum farvegi til sjávar. Arn- kell hefur því getað haft mjög stórt og fagurt tún, sem nú er vall- lendisgrundir, austur og norður frá bænum til sjávar. Áin hefur síðar brotizt gegnum túnið á ýmsum stöðum og gert ótrúlega mikið umrót. Engin merki sjást til girðinga um túnið, en vel má slíkt vera löngu afmáð vegna eyðandi náttúruafla. Bær Arnkels goða hefur ekki verið stór, en við nákvæma leit þjóðminjavarðar Matthíasar Þórðarsonar, sem stjórnaði uppgrefti á Bólstað, fann hann skála skammt suður af bænum, án þess að nokkur ytri verksummerki væru sýnileg. Skálinn var grafinn upp með vísindalegri nákvæmni. Kom þá í ljós, að hér hafði staðið einn af stærstu og veglegustu skálum, sem fundizt hafa á landi hér. Margir hafa undrazt það, hversu lítið land Arnkell hafði á Ból- stað. Af sögu hans má merkja, að hann hafi búið við landkreppu. Vafalaust hefur hann notið að einhverju leyti Úlfarsfellslands. Geir- ríður amma hans átti land á Narfeyrarhlíð gegnt Bólstað. Líklegt er, að hún hafi haft lítið um sig, því hún kom þangað öldruð og hefur máske verið því nær einsetukona og lifað mest á eignum sínum frá Noregi. Arnkell gat því vel notið landskosta frá henni. Á síðustu ár- um sínum náði hann undir sig Örlygsstöðum. Þá má minnast þess, að Arnkell goði var verkmaður mikill og árrisull og hefur haldið hjón- um sínum til starfa. Skálinn mikli á Bólstað vitnar um stórmennsku hans og höfðingslund. 3. Hvammur í Þórsárdál. Bærinn Hvammur stóð í fögrum hvammi undir vesturhlíð Úlfars- fells. Þaðan er fögur útsýn yfir dalinn og hluta af Helgafellssveit. Lengra til norðurs blasir við Breiðafjörður með Barðastrandarfjöll- in í baksýn. Suður og upp frá bænum var hávaxinn skógur. Svæði það heitir nú Brenna og er skóglaust með öllu. Lítil merki sjást hér !) Matthías Þórðarson, Bólstaður við Álftafjörð, Árbók 1932, bls. 1 o. áfr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.