Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sunnan við Hrísahvamma, en hann heitir að fornu og réttu nafni
Illugatraðalækur. Þetta nafn lækjarins er um það bil horfið, en á að
sjálfsögðu að takast upp aftur.
6. Tóftir í landi Hrísa.
1 niðurlandi jarðarinnar Hrísa, beint austur frá bænum Svelgsá
og um miðja vega millum ánna Svelgsár og Þórsár, er fornt eyðibýli,
sem heitir Tóftir eða á Tóftum. Þetta virðist hafa verið stórbýli eftir
rústunum að dæma og mjög gamalt. Tún hefur verið allstórt, að þeirr-
ar tíðar hætti, girt öflugum garði af torfi og stóru grjóti. Rústir eru
miklar og víða mjög greinilegar. Lítur út fyrir, að hér hafi á tíma-
bili verið höfðinglegt heim að líta. Mér hefur komið til hugar, að hér
hafi bærinn Hrísar staðið í upphafi byggðar og hafi hann síðar verið
fluttur þangað, sem hann hefur á seinni tímum staðið. Skulu nú
færðar fyrir þessu nokkrar líkur. Það mun hafa verið nokkuð rík
venja fyrr á tímum, er bæir voru lagðir niður eða færðir úr stað, að
gefa bæjarstæðinu nafnið tóftir eða húsatóftir. Eitt nærtækt dæmi
skal ég nefna: Eyrbyggja saga segir, að Vestarr Þórólfsson blöðru-
skalla næmi land fyrir innan Urthvalafjörð og byggi á Öndurðri-eyri.
Síðar var bærinn fluttur upp undir fjallið, þar sem hann stendur
enn, og kenndur við bóndann, sem flutti hann, og nefndur Hallbjarnar-
eyri. Gamla bæjarstæðið breyttist þá í Tóftir og heitir svo enn í dag.
Fram undir síðustu aldamót lá tröð frá bænum á Svelgsá beint vest-
ur úr túninu í áttina til Hóla, sem er næsti bær í þeirri átt. Önnur
tröð lá frá bænum í austur gegnum túnið, í beina stefnu að Tóftum
í Hrísalandi. Enn sjást glöggar minjar þessa vegar austur frá tún-
inu í sömu átt, og þær sýna ljóst, að sá vegur hefur verið í notkun
langa tíð og verið fjölfarinn. Bærinn Tóftir stendur á fögrum stað.
Þar hefur verið mikill skógur allt umhverfis á landnámstíð, haga-
sælt og engi gott. Hefur þetta því verið girnileg landnámsjörð.
7. Eyðibýli í landi Hrísa.
Austan við ána Svelgsá og í vestur frá Hrísum hefur bær staðið.
Engin saga er um hann, og enginn kann að greina upphaflegt nafn
hans. Bærinn er sennilega byggður á landnámsöld. Rústirnar halda
sér mjög vel, og má enn sjá húsaskipun, því grjót er mikið í veggjum
og grundvöllur góður. Tún hefur verið girt efnismiklum garði. Vegna