Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 44
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sunnan við Hrísahvamma, en hann heitir að fornu og réttu nafni Illugatraðalækur. Þetta nafn lækjarins er um það bil horfið, en á að sjálfsögðu að takast upp aftur. 6. Tóftir í landi Hrísa. 1 niðurlandi jarðarinnar Hrísa, beint austur frá bænum Svelgsá og um miðja vega millum ánna Svelgsár og Þórsár, er fornt eyðibýli, sem heitir Tóftir eða á Tóftum. Þetta virðist hafa verið stórbýli eftir rústunum að dæma og mjög gamalt. Tún hefur verið allstórt, að þeirr- ar tíðar hætti, girt öflugum garði af torfi og stóru grjóti. Rústir eru miklar og víða mjög greinilegar. Lítur út fyrir, að hér hafi á tíma- bili verið höfðinglegt heim að líta. Mér hefur komið til hugar, að hér hafi bærinn Hrísar staðið í upphafi byggðar og hafi hann síðar verið fluttur þangað, sem hann hefur á seinni tímum staðið. Skulu nú færðar fyrir þessu nokkrar líkur. Það mun hafa verið nokkuð rík venja fyrr á tímum, er bæir voru lagðir niður eða færðir úr stað, að gefa bæjarstæðinu nafnið tóftir eða húsatóftir. Eitt nærtækt dæmi skal ég nefna: Eyrbyggja saga segir, að Vestarr Þórólfsson blöðru- skalla næmi land fyrir innan Urthvalafjörð og byggi á Öndurðri-eyri. Síðar var bærinn fluttur upp undir fjallið, þar sem hann stendur enn, og kenndur við bóndann, sem flutti hann, og nefndur Hallbjarnar- eyri. Gamla bæjarstæðið breyttist þá í Tóftir og heitir svo enn í dag. Fram undir síðustu aldamót lá tröð frá bænum á Svelgsá beint vest- ur úr túninu í áttina til Hóla, sem er næsti bær í þeirri átt. Önnur tröð lá frá bænum í austur gegnum túnið, í beina stefnu að Tóftum í Hrísalandi. Enn sjást glöggar minjar þessa vegar austur frá tún- inu í sömu átt, og þær sýna ljóst, að sá vegur hefur verið í notkun langa tíð og verið fjölfarinn. Bærinn Tóftir stendur á fögrum stað. Þar hefur verið mikill skógur allt umhverfis á landnámstíð, haga- sælt og engi gott. Hefur þetta því verið girnileg landnámsjörð. 7. Eyðibýli í landi Hrísa. Austan við ána Svelgsá og í vestur frá Hrísum hefur bær staðið. Engin saga er um hann, og enginn kann að greina upphaflegt nafn hans. Bærinn er sennilega byggður á landnámsöld. Rústirnar halda sér mjög vel, og má enn sjá húsaskipun, því grjót er mikið í veggjum og grundvöllur góður. Tún hefur verið girt efnismiklum garði. Vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.