Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 45
EYÐIBÝLI 1 HELGAFELLSSVEIT 49 þéttbýlis hefur býli þetta ekki getað átt stórt land til umráða. Skóg- lendi hefur þá verið út frá túninu á tvo vegu, en engi í meiri fjar- lægð. Fossinn Svelgur, sem áin dregur nafn af, er fast við túnfótinn. 8. Mosvellir í landi Hrísa. Bæjarrústin stendur fáa metra austur frá ánni Svelgsá, gegnt norðausturbrún Svelgsárhrauns. Ekki er unnt að greina bæjarhúsa- skipun á yfirborðinu. En útlit er fyrir, að bærinn hafi verið lítill. Nokkrar tóftir má sjá á víð og dreif út frá bænum. Þar sést víða fyrir miklum túngirðingum. Þetta hefur verið snoturt smábýli á fögrum stað, með ágætt beitiland og engi út frá túninu. Nafn býlisins hefur haldizt við alla tíð. í jarðabók Á. M. um 1702 er býlisins getið þannig: „Meinast fyrrum byggt hafa verið, þó fyrir mjög löngu. Kvnni kannske byggjast, ef privilegia gefin væri“. 9. Eyðibýli í landi Svelgsdr. Suðvestan undir Svelgsárborg eru mjög fornar rústir eftir býli, sem þar hefur staðið. Rústirnar halda sér þó vel, og má glögglega greina húsaskipun og stærð. Tún hefur verið girt með garði úr torfi og grjóti, sem enn sér víðast hvar fyrir. Býlið stendur í ágætu skjóli fyrir norðan- og austanátt. Stutt í beit og slægjur. Útsýni fagurt í suður og vestur. Ef gengið er fáa metra upp á Borgina, blasir við augum fagurt útsýni til norðurs, vítt um Breiðafjörð. Nafn þessa býlis er fyrir löngu gleymt og glatað. Svelgsárborg er fell, allstórt ummáls, sem rís á jafnsléttu, með um það bil 30 metra háu kletta- belti að austan, en atlíðandi halla til annarra átta. Fell þetta hefur allt verið skógi vaxið á landnámstíð. Enn í dag lifir ein birkihrísla á klettasyllu í austurberginu, sem mannshöndin hefur ekki náð til. Býli þetta hefur því í öndverðu haft nærtækt skóglendi til afnota. Það var því heillandi fyrir landnámsmanninn að reisa hér býli móti sól og suðri, í skjóli hollra landvætta, sem líklegt var, að hér ættu sér bólstað. 10. Brennistaðir í landi Svelgsár. Austan undir Drápuhlíðarfjalli er fornt eyðibýli, sem hét Brenni- staðir. Þar eru miklar rústir og allfornlegar. Bæjarrústin er fyrir- ferðarmest. Þá eru allmiklar gripahúsarústir á víð og dreif. Engin 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.