Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 45
EYÐIBÝLI 1 HELGAFELLSSVEIT
49
þéttbýlis hefur býli þetta ekki getað átt stórt land til umráða. Skóg-
lendi hefur þá verið út frá túninu á tvo vegu, en engi í meiri fjar-
lægð. Fossinn Svelgur, sem áin dregur nafn af, er fast við túnfótinn.
8. Mosvellir í landi Hrísa.
Bæjarrústin stendur fáa metra austur frá ánni Svelgsá, gegnt
norðausturbrún Svelgsárhrauns. Ekki er unnt að greina bæjarhúsa-
skipun á yfirborðinu. En útlit er fyrir, að bærinn hafi verið lítill.
Nokkrar tóftir má sjá á víð og dreif út frá bænum. Þar sést víða
fyrir miklum túngirðingum. Þetta hefur verið snoturt smábýli á
fögrum stað, með ágætt beitiland og engi út frá túninu. Nafn býlisins
hefur haldizt við alla tíð. í jarðabók Á. M. um 1702 er býlisins getið
þannig: „Meinast fyrrum byggt hafa verið, þó fyrir mjög löngu.
Kvnni kannske byggjast, ef privilegia gefin væri“.
9. Eyðibýli í landi Svelgsdr.
Suðvestan undir Svelgsárborg eru mjög fornar rústir eftir býli,
sem þar hefur staðið. Rústirnar halda sér þó vel, og má glögglega
greina húsaskipun og stærð. Tún hefur verið girt með garði úr torfi
og grjóti, sem enn sér víðast hvar fyrir. Býlið stendur í ágætu skjóli
fyrir norðan- og austanátt. Stutt í beit og slægjur. Útsýni fagurt í
suður og vestur. Ef gengið er fáa metra upp á Borgina, blasir við
augum fagurt útsýni til norðurs, vítt um Breiðafjörð. Nafn þessa
býlis er fyrir löngu gleymt og glatað. Svelgsárborg er fell, allstórt
ummáls, sem rís á jafnsléttu, með um það bil 30 metra háu kletta-
belti að austan, en atlíðandi halla til annarra átta. Fell þetta hefur
allt verið skógi vaxið á landnámstíð. Enn í dag lifir ein birkihrísla
á klettasyllu í austurberginu, sem mannshöndin hefur ekki náð til.
Býli þetta hefur því í öndverðu haft nærtækt skóglendi til afnota.
Það var því heillandi fyrir landnámsmanninn að reisa hér býli móti
sól og suðri, í skjóli hollra landvætta, sem líklegt var, að hér ættu
sér bólstað.
10. Brennistaðir í landi Svelgsár.
Austan undir Drápuhlíðarfjalli er fornt eyðibýli, sem hét Brenni-
staðir. Þar eru miklar rústir og allfornlegar. Bæjarrústin er fyrir-
ferðarmest. Þá eru allmiklar gripahúsarústir á víð og dreif. Engin
4