Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 50
54 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS 2 hestar. Heimilismenn 3. Býli þessu tilheyrðu sérstakar landspild- ur til slægna úr heimajörðinni, bæði í túni, engjum og eyjum, sem eru þekktar þann dag í dag. Líklega hefur það fallið í eyði sem sjálfstætt býli um aldamótin 1800. 22. Bakkakot neðra í landi Kóngsbakka. Býlið stóð á hæðinni vestan við bátavíkina á Kóngsbakka. Upp úr því var síðar byggt fjárhús, og sjást því engar minjar eftir það lengur. I jarðabók Á. M. segir svo: „Kóngsbakkakot neðra, nýlega að segja uppbyggt og liggur í eyði. Kann að byggjast með því jörð- in tilleggi grasnyt alla og haga“. Líklegt er, að sami leigumáli hafi verið á báðum kotunum, þar á meðal skipsáróður. í lýsingu jarða- bókarinnar um Kóngsbakka er þess getið, að ábúandinn þar, Guð- mundur Guðmundsson, eigi bát, sem hann stundum lætur ganga til fiskjar í Höskuldsey. Yafalaust hefur þáturinn gengið á vetrum úr Höskuldsey, en aðra tíma árs úr heimavör. Og þar sem heimajarðar- bóndinn átti vísa háseta frá hjáleigunum, var auðgert fyrir hann að manna út bát, þegar hann vildi. Á þeim árum var ti'ltölulega auðvelt frá Kóngsbakka að sækja á fengsæl fiskimið. Það var þetta, sem bjargaði fólki frá sveltu, þótt búfénaður væri svo sáralítill, sem raun gaf vitni um. Ekki er vitað, hvenær Bakkakot neðra hefur endanlega fallið í eyði. 23. Kothraun. Jörð þessi liggur austan við Bjarnarhafnarfjall sunnarlega. Aust- an við túnið teygir Berserkjahraun sig norður allt til sjávar, grett og stórbrotið. Bærinn stóð því í litlu daldragi „milli hrauns og hlíða“, og er um 2 km suðvestur frá Bjarnarhöfn. Lítið gil fellur niður með túninu vestan bæjar með fjölbreyttu og fögru blómaskrúði í bökkum. Þetta er fremur lítil jörð, en vinaleg, hæg og kostarík. Tún var talið gott og greiðfært, og ræktunarskilyrði eru góð. Engjar góðar og gras- gefnar. Sumarhagar í bezta lagi fyrir búfénað, en fremur er þar vetrarhart. Jörðin féll í eyði 1923 og var þá lögð undir Bjarnarhöfn. Síðustu búendur þar voru Halldór Pétursson og kona hans, Kristjana Guðmundsdóttir, sem bjó þar síðustu árin sem ekkja með börnum sínum. Komu þessi hjón þar upp sjö duglegum og mannvænlegum börnum. í jarðabók Á. M. er þess getið, að ábúandinn, Sigurður Jóns- son, hefur þá á búi sínu 6 kýr, 2 ungneyti, 12 kindur og 2 hross. Þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.