Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 50
54
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2 hestar. Heimilismenn 3. Býli þessu tilheyrðu sérstakar landspild-
ur til slægna úr heimajörðinni, bæði í túni, engjum og eyjum, sem
eru þekktar þann dag í dag. Líklega hefur það fallið í eyði sem
sjálfstætt býli um aldamótin 1800.
22. Bakkakot neðra í landi Kóngsbakka.
Býlið stóð á hæðinni vestan við bátavíkina á Kóngsbakka. Upp
úr því var síðar byggt fjárhús, og sjást því engar minjar eftir það
lengur. I jarðabók Á. M. segir svo: „Kóngsbakkakot neðra, nýlega
að segja uppbyggt og liggur í eyði. Kann að byggjast með því jörð-
in tilleggi grasnyt alla og haga“. Líklegt er, að sami leigumáli hafi
verið á báðum kotunum, þar á meðal skipsáróður. í lýsingu jarða-
bókarinnar um Kóngsbakka er þess getið, að ábúandinn þar, Guð-
mundur Guðmundsson, eigi bát, sem hann stundum lætur ganga til
fiskjar í Höskuldsey. Yafalaust hefur þáturinn gengið á vetrum úr
Höskuldsey, en aðra tíma árs úr heimavör. Og þar sem heimajarðar-
bóndinn átti vísa háseta frá hjáleigunum, var auðgert fyrir hann að
manna út bát, þegar hann vildi. Á þeim árum var ti'ltölulega auðvelt
frá Kóngsbakka að sækja á fengsæl fiskimið. Það var þetta, sem
bjargaði fólki frá sveltu, þótt búfénaður væri svo sáralítill, sem raun
gaf vitni um. Ekki er vitað, hvenær Bakkakot neðra hefur endanlega
fallið í eyði.
23. Kothraun.
Jörð þessi liggur austan við Bjarnarhafnarfjall sunnarlega. Aust-
an við túnið teygir Berserkjahraun sig norður allt til sjávar, grett
og stórbrotið. Bærinn stóð því í litlu daldragi „milli hrauns og hlíða“,
og er um 2 km suðvestur frá Bjarnarhöfn. Lítið gil fellur niður með
túninu vestan bæjar með fjölbreyttu og fögru blómaskrúði í bökkum.
Þetta er fremur lítil jörð, en vinaleg, hæg og kostarík. Tún var talið
gott og greiðfært, og ræktunarskilyrði eru góð. Engjar góðar og gras-
gefnar. Sumarhagar í bezta lagi fyrir búfénað, en fremur er þar
vetrarhart. Jörðin féll í eyði 1923 og var þá lögð undir Bjarnarhöfn.
Síðustu búendur þar voru Halldór Pétursson og kona hans, Kristjana
Guðmundsdóttir, sem bjó þar síðustu árin sem ekkja með börnum
sínum. Komu þessi hjón þar upp sjö duglegum og mannvænlegum
börnum. í jarðabók Á. M. er þess getið, að ábúandinn, Sigurður Jóns-
son, hefur þá á búi sínu 6 kýr, 2 ungneyti, 12 kindur og 2 hross. Þá