Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 51
EYÐIBÝLI 1 HELGAFELLSSVEIT 55 er þar húsmaður Bjarni Gíslason með fjölskyldu, og hefur hann á sínu búi 1 kú, 7 kindur og 3 hross. Er þess getið, að gras, haga og eldiviðartak brúki hann eftir leyfi ábúandans. Á báðum búunum eru heimilismenn 10 tals. Þetta ber því vitni, að jörðin Kothraun er það, sem hún sýnist. 2U. Efrakot í Bjarnarhafnarlandi. Þetta var hjáleiga frá Bjarnarhöfn. Bærinn stóð sunnarlega á Bjarnarhafnartúni, austan heimreiðarvegar að Bjarnarhafnarbæ, en hann stóð þá á bæjarhólnum skammt upp frá kirkjunni. Býli þessu tilheyrði syðsti hluti túnsins, austan heimreiðarvegar. í jarðabók Á. M. er býli þetta nefnt Steindórskot. Ábúandi er þá Steindór Greips- son. Heimilismenn voru 3. Landsskuld var þá 10 aurar og leigukú- gildi 1. Kvöð til heimabónda var skipsáróður. Engjar, hagar og sel- staða með heimajörðinni. 1 síðari jarðabókum var býlið metið 4 hdr. Ekki er vitað, hvenær býlið féll í eyði, en líklega hefur það verið nær lokum 18. aldar. Til skamms tíma voru þar allmiklar rústir. Nú hafa þær verið jafnaðar við jörðu, og sjást þeirra engin merki. 25. Neðrakot í Bjarnarhafnarlandi. Býli þetta stóð á túninu, lítinn spöl fyrir norðan Efrakot og sömu megin heimreiðar og Efrakot. Því fylgdi stærra og betra tún heldur en Efrakoti, enda var það metið á 8 hundr. í síðari jarðamatsbók. 1 jarðabók Á. M. 1702 er býlið nefnt Hallskot, eftir ábúandanum, sem hét Hallur Guðmundsson. Leigumáli er þá hinn sami sem á Efrakoti og áróðurskvöð einnig. Heimilismenn voru þá 6. Þess er getið, að ábú- andi átti 1 bát, „sem hann fleytir til fiskjar þar þegar verður". Býli þetta mun hafa haldizt í byggð fram um miðja 19. öld. Síðasti bóndi þar var Kári Konráðsson, síðar bóndi á Hraunsfirði og Seljum í Helgafellssveit. Hann andaðist háaldraður að Seljum á síðasta ára- tug 19. aldar. Mun því Neðrakot hafa haldizt í byggð fram um 1850. Fyrir nokkrum árum voru allar rústir þessa býlis jafnaðar við jörðu. Sjást nú engin merki til, að þar hafi fólk lifað og starfað öld fram af öld. 26. Skemma í landi Bjamarhafnar. Þessa býlis er getið í jarðabók Á. M. Ábúandi er Jón Jónsson, og eru heimilismenn 4. Leigumáli og kvaðir sömu og á Efra- og Neðra-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.