Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 51
EYÐIBÝLI 1 HELGAFELLSSVEIT
55
er þar húsmaður Bjarni Gíslason með fjölskyldu, og hefur hann á
sínu búi 1 kú, 7 kindur og 3 hross. Er þess getið, að gras, haga og
eldiviðartak brúki hann eftir leyfi ábúandans. Á báðum búunum eru
heimilismenn 10 tals. Þetta ber því vitni, að jörðin Kothraun er það,
sem hún sýnist.
2U. Efrakot í Bjarnarhafnarlandi.
Þetta var hjáleiga frá Bjarnarhöfn. Bærinn stóð sunnarlega á
Bjarnarhafnartúni, austan heimreiðarvegar að Bjarnarhafnarbæ, en
hann stóð þá á bæjarhólnum skammt upp frá kirkjunni. Býli þessu
tilheyrði syðsti hluti túnsins, austan heimreiðarvegar. í jarðabók
Á. M. er býli þetta nefnt Steindórskot. Ábúandi er þá Steindór Greips-
son. Heimilismenn voru 3. Landsskuld var þá 10 aurar og leigukú-
gildi 1. Kvöð til heimabónda var skipsáróður. Engjar, hagar og sel-
staða með heimajörðinni. 1 síðari jarðabókum var býlið metið 4 hdr.
Ekki er vitað, hvenær býlið féll í eyði, en líklega hefur það verið nær
lokum 18. aldar. Til skamms tíma voru þar allmiklar rústir. Nú hafa
þær verið jafnaðar við jörðu, og sjást þeirra engin merki.
25. Neðrakot í Bjarnarhafnarlandi.
Býli þetta stóð á túninu, lítinn spöl fyrir norðan Efrakot og sömu
megin heimreiðar og Efrakot. Því fylgdi stærra og betra tún heldur
en Efrakoti, enda var það metið á 8 hundr. í síðari jarðamatsbók. 1
jarðabók Á. M. 1702 er býlið nefnt Hallskot, eftir ábúandanum, sem
hét Hallur Guðmundsson. Leigumáli er þá hinn sami sem á Efrakoti
og áróðurskvöð einnig. Heimilismenn voru þá 6. Þess er getið, að ábú-
andi átti 1 bát, „sem hann fleytir til fiskjar þar þegar verður". Býli
þetta mun hafa haldizt í byggð fram um miðja 19. öld. Síðasti bóndi
þar var Kári Konráðsson, síðar bóndi á Hraunsfirði og Seljum í
Helgafellssveit. Hann andaðist háaldraður að Seljum á síðasta ára-
tug 19. aldar. Mun því Neðrakot hafa haldizt í byggð fram um 1850.
Fyrir nokkrum árum voru allar rústir þessa býlis jafnaðar við jörðu.
Sjást nú engin merki til, að þar hafi fólk lifað og starfað öld fram
af öld.
26. Skemma í landi Bjamarhafnar.
Þessa býlis er getið í jarðabók Á. M. Ábúandi er Jón Jónsson, og
eru heimilismenn 4. Leigumáli og kvaðir sömu og á Efra- og Neðra-