Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 52
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS koti. „Hjáleigumaður á bát, sem hann fleytir til fiskjar, þá hann get- ur“. Enginn veit nú, hvar býli þetta hefur staðið. Ef til vill hefur það staðið heima við bæ á höfuðbólinu eða úti í túnjaðri. Engin munn- mæli þekkjast nú viðkomandi þessari hjáleigu heldur en hún hefði aldrei til verið. Sýnir þetta ljóslega, að á skömmum tíma getur komið eyða í söguna, ef engin ytri merki eru til, sem munnmæli geta stuðzt við. 27. Gudnýjarstaðir, norður frá Bjarnarhöfn. Jörð þessi liggur um 1 km norður frá Bjarnarhöfn og skammt upp frá forna verzlunarstaðnum Kumbaravogi. f lok 17. aldar var jörðin kóngsjörð eins og Bjarnarhöfn og flestar jarðir á Snæfellsnesi. Tún- ið hefur verið stórt, girt öflugum torfgarði. Rústir bæjar- og gripa- húsa eru miklar og skýrar. Sýna þær, að þar hefur byggð haldizt langa tíð. Þetta hefur verið mjög snoturt býli með víðu og fögru út- sýni yfir Breiðafjörð. Með nútímatækni mætti gera þar ágætt tún. Útengi er þar gott, ef varið væri fyrir ágangi búfénaðar. Sumarland er mjög gott. Fjörubeit góð. Tveir hólmar með æðarvarpi, sem Guð- nýjarstaðahólmar heita, fylgdu jörðinni. Frá Guðnýjarstöðum var ágætt útræði úr Kumbaravogi. í jarðabók Á. M. 1702 segir svo um jörð þessa: Jarðardýrleiki 12 hundr. Ábúandi Daði Skaftason. Landsk. 4*4 vætt fiskjar. Leigu- kúgildi 4, sem leiguliði uppyngir uppbótarlaust. Kvikfénaður bónda og þriggja húsfólksfjölskyldna er þá 7 kýr, 2 ungneyti, 57 sauðkind- ur og 5 hross. Bátar 2 ganga þaðan til fiskjar. Heimilisfólk er alls 10 manns. Guðnýjarstaðir munu hafa fallið í eyði kringum 1830. Síð- asti ábúandi þar hét Hans. Föðurnafn hans er nú fallið í gleymsku, en væntanlega má finna það í gömlum kirkjubókum. í sambandi við Hans á Guðnýjarstöðum gerðist á sínum tíma agnarlítið ævintýri, sem nú er að falla í algera gleymsku. Af því að þetta er engum til meins eða miska, en hins vegar er það sönnun þess, hve lengi byggð hélzt við á Guðnýjarstöðum, verður það skráð hér. Séra Jón Hjaltalín var prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd 1811 — 1835. Á fyrstu árum hans þar keypti hann sér 6 vetra gamlan reiðhest, sótrauðan á lit, sem hann kallaði Börk. Þetta var gæðingur, sem eiganda þótti mjög vænt um. Hestinn átti séra Jón í 14 ár eða þar til hann var 20 ára. Þá var Börkur farinn að kenna elli, svo að eigandinn vildi lofa honum að njóta hinztu hvíldar. Á þessum tím-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.