Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 55
EYÐIBÝLI 1 HELGAFELLSSVEIT 59 mun jafnan hafa verið á hvorri jörð fram um eða yfir 1800. Litlu- Seljar voru taldir helmingur á við Stóru-Selja. Þar hefur getað verið gott tún, því túnefni er þar gott og liggur móti sól og suðri, í skjóli fyrir norðanátt. Nú hafa jarðir þessar fyrir löngu verið sameinaðar í eina jörð. Rústir bæjar- og útihúsa eru mjög miklar og bera þess vitni, að þar hafi byggð haldizt lengi. í jarðabók Á. M. er Litlu-Selja getið á þessa leið: Jarðardýrleiki 12 hundr. Ábúandi Jón Jónsson. Landskuld er þá 60 álnir. Hafði áður verið 80 álnir, en var færð nið- ur vegna áruna. Leigukúgildi 4. Kvikfénaður er þá talinn 6 naut- gripir og 3 hross. Heimilismenn 3. Loks segir þar, að heimræði megi vera og þó erfitt. Er það vissulega ekki ofsagt. 31. Selvellir. Um miðja 18. öld eða síðar var jörðinni Horni skipt í tvær sjálf- stæðar jarðir. Nýbýlið var byggt í sellandi Horns og nefnt Selvellir. Allhár háls skilur á milli jarðanna. Bærinn Selvellir stóð nokkurn spöl austur frá hálsinum, fast við rætur móbergsf jalls, sem Horn heitir. Túnið liggur niður frá bænum á löngu uppgrónum vikurbung- um og var orðið furðu stórt, áður jörðin féll í eyði, enda bjuggu þar um skeið góðir bændur hver fram af öðrum. Niður frá túninu tekur við frjósamt og slétt engi, sem nær niður að veiðivatni, er Selvalla- vatn heitir. Fylgir hálft vatnið Selvöllum. Silungsveiði allgóð er í vatninu, sem var talin jörðinni til hlunninda. Á vetrum flæðir vatnið yfir stórt svæði af enginu, og gefur það af sér árlega um tvö kýrfóður af ágætri flæðiengisstör. Engi þetta er véltækt til sláttar. Auk þessa má hafa allmikinn heyskap skammt út frá túninu og lengra frá ágæt- ar fjallslægjur. Túnið er auðvelt að stækka stórlega. Er það sérlega auðunnið, greiðfært og grjótlaust land. Landkostir eru hinir ágæt- ustu og skjólasamt fyrir búfénað. Heima við bæinn er logn í sunnan- átt og norðanáttar gætir þar lítið. Kostaríkt f jallland fylgir jörðinni. Dugmiklir bændur, sem þar ráku bú fyrir nokkrum áratugum, létu sauðfé sitt ganga þar til jóla, ef tíðarfar var sæmilegt. Neyzluvatn ágætt er í læk, sem rennur meðfram bænum. Nokkuð er hér snjó- þungt á vetrum. Þjóðvegur liggur í 1 km fjarlægð, og vegalengd til næsta bæjar er örlítið meiri. Jörðin féll í eyði 1936. Síðustu búendur voru hjónin Georg Jónasson og Guðfinna Bjarnadóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.